Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 86

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 86
158 EIMREIÐIN ættarnafni sínu og ltinni ensku mynd nafns síns; jáfnframt skilgreinir hann það, livers vegna hann telur sig bæði Kanadamann og Islending. 1 þessari urnsögn um bók lians þykir mér fara vel á því að viðhafa hið íslenzka skírn- arnafn lians, minnugur þess, að þar sem hann hefur um langt skeið skipað virðulegan ltéraðsdómarasess í Mani- tobafylki, tala íslendingar vestan hafs venjuleg urn hann sent „Lítidal dóm- ara“. Hann hefur áður gefið út þessar bækur: Two Ways of Life: Freedorn or Tyranny? (1940. Sjá ritdóm minn í EimreiÖinni, júlí—september 1941); Canadian Citizenship and Our Wider Loyalties (1946); og The Saskatchewan Icelanders, A Strand of the Canadian Fabric (1955). Allar eru bækur þessar athyglisverðar um margt, en hin síð- asttalda snertir oss íslendinga sérstak- lega, því að hún fjallar, eins og heiti hennar bendir til, um Islendinga í Saskatchewanfylki í Kanada og er skil- merkilegt og fróðlegt yfirlit um land- nám þeirra í umræddu fylki og fram- lag þeirra til kanadisks þjóðlífs. Þessi bók má því í vissum skilningi skoðast sem forspil að hinu nýja og umfangs- rnikla riti höf. um Islendinga í Kan- ada, sem hér er stuttlega gert að um- talsefni. En það er 2. bindi í ritsafni um hin ýmsu þjóðarbrot í Kanada (Canada Ethnica Series), er út eru gef- in á vegum The Centennical Commis- sion í Ottawa og Tlie Canadian Ethnic Press Federation í Winnipeg, í tilefni af aldarafmæli Fylkjasambands Kanada 1967. Valdimar Lindal tjaldar sögusvið sitt með inngangi um samhengi nor- rænnar og islenzkrar menningar og áhrifavald hennar og skírskotar þar til unnnæla fjölmargra erlendra og ís- lenzkra fræðimanna máli sínu til stuðnings. Lýkur hann inngangskafla sínum á þá leið, að með þessu riti sínu vilji hann leitast við að sýna það, að hve miklu leyti íslenzkar menning- arerfðir, nánar tiltekið „The Icelandic Mind“ (íslenzkur andi), eins og hann orðar það, hafi haft varanleg áhrif í kanadisku þjóðlífi. Þessi bók hans er ekkert smáræðis- rit, því að hún er 512 bls. í stóru broti. Innihaldi hennar er ágætlega lýst í stuttu rnáli í eftirfarandi máls- grein í ritdómi Haraldar Bessasonar prófessors (Lögberg-Heimskringla 30. nóv. 1967); „Blaðsíðufjöldi einn gefur til kynna meiri háttar verk. Ekki er minna vert um langa nafnaskrá, sem gerir bókina handhægt uppsláttarrit. I þriðja lagi má geta myndanna, sem prýða bók- ina. Margar þessara mynda eru fágæt- ar og liafa rnikið sögulegt gildi. Bók- inni er skipt í átta þætti. í fyrsta þætti ræðir höfundur hinn forna menningararf Islendinga og það sam- spil erfða og umhverfis, sem átti þátt í sköpun þess arfs. í öðrum þætti er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.