Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 52
124
EIMREIÐIN
tóku ungt fólk til fanga og gerðu
að þrælum sínum og ambáttum,
sem þeir þrælkuðu heima hjá sér
eða seldu á þrælamörkuðum í ýms-
um löndum. Margt af þessu fólki
hefur sjálfsagt verið flutt nauðugt
til íslands, er þá var sem óðast að
byggjast.
En fólkið í írlandi hefur auð-
vitað verið skelfingu lostið við
konm víkinganna, vágestanna og
hugsað til þeirra á svipaðan liátt
eins og íslendingar til Tyrkja á
sautjándu öld, þegar þeir heim-
sóttu ísland og frömdu þar sams
konar illvirki og víkingar forðum
á írlandi. En hvernig stendur á
því, að Tyrkir fá last og heiftar-
lmg, en víkingar lof og dýrðin,
dýrðin fyrir sömu illvirki? Það er
ekki nóg að svara: breyttir tímar,
því að tilfinningar manna, sem fyr-
ir meiðslum og rangindum verða,
hafa aldrei breyt/t. Þetta fyrir-
brigði með lof og last lifir enn á
íslandi í ýmsum myndum.
íslendingar eru lueyknir af því
að vera afkomendur norskra vík-
inga og vilja helzt ekki við annað
kannast. En er þetta ekki heiðinn
hugsunarháttur? Ég hef ekkert á
móti því. í heiðnum lmgsunar-
hætti má oft finna fagran dreng-
skap og fagrar listir.
Fyrir þúsund árum var það arð-
vænlegur atvinnuvegur að fara í
víking og meira en það. Það var
nokkurs konar guðsþjónusta, sem
byggðist á trúarbrögðum Ásatrúar-
manna. Til skilningsauka og prýð-
is fyrir greinarkornið að tarna verð-
ur vísa Egils að setjast hér:
Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svo til hafnar,
höggva mann og annan.
Svo kvað Egill barn að aldri,
þótt vísan sé hvorki barnsleg né
barnaleg. Hún er listaverk, lifandi
lýsing á hæstu hugsjón ungra
sveina í þann tíð. Já, höggva mann
og annan, svona einn og annan.
Maður heyrir hlakkið í görnum
arnarins unga yfir að mega maka
krókinn í mannsblóði. í raun og
veru var þetta guðsþjónusta Ása-
trúarmanna. Á bak við stendur
Valhöll og Ásaþór með Mjölni,
kraftinn. En gegn honum stóð nú
í Irlandi Kristur með krossinn og
kærleikann. Og skildi hvorugur
annan.
Síðan þetta var eru nú liðin þús-
und ár. í þúsund ár hafa íslend-
ingar kvakað og þakkað, eins og í
þjóðsöngnum stendur, vér kvökum
og þökkurn!
Um árið 1000 voru nær 150 smá-
konungar í írlandi og voru ríkin
þá jafnmörg. Ekki hafa þau öll
verið stór, því að allt landið er
ekki nema 32000 fermílur, enskar.
Til samanburðar skal minnt á, að
fsland er talið að sé 39000 fermíl-
ur, enskar. Erjótt var oftast á milli
þessara smákónga, líkt og á íslandi
á milli goðanna, vígaferli, en engar
stórorustur. Um ár 900 höfðu írar
ekki byggt neinar borgir. Fyrstu
borgina byggðu víkingar í Dýfl-