Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 40
112
EIMREWIN
IX.
Þegar ég vaknaði, var kominn albjartur dagur, hvíldardags-
morgunn hvelfdist um gervallan heim. Foreldrar mínir voru að
leggja af stað, hann til samkunduhússins, hún til bænastofu afa
míns. Faðir minn bar „Strejmel'' (sabbatshatt) úr safalaskinni á
höfði og var klæddur kufli úr svörtu silki, en mamma var í svörtum
kjól og bar hatt með fjöður. í bænastofu afa míns, þar sem móðir
mín baðst fyrir, var ekki sungið mjög mikið, svo hún kom heirn
á undan. Og þegar ég kom heim úr samkunduhúsinu með pabba,
var hún sezt fyrir með klútinn sinn, og búið að bera á borð létt
vín og brennivín, kaffibrauð og smákökur af ýmsum gerðum. Faðir
minn laut höfði og gekk inn og mælti: „Friðsæla og blessaða helgi!“
Síðan lagði hann bænasjalið frá sér á rúmið, settist við borðsendann
og sagði: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta,“ því
næst blessaði hann vínið, skar af kökunni og hélt áfram: „I Sálmum
Davíðs stendur: Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er.“
Þegar Tora skrínið er opnað á gamlárskvöld og sálmurinn mæltur
fram, fer gnýr af hrifningu um söfnuðinn. Sams konar hrifning fyllti
nú hjarta mitt. Ef móðir mín hefði ekki kennt mér, að ekki mætti
standa uppi á stól né stökkva upp á borð, og ekki hafa hátt, þá
hefði ég stokkið upp á borðið og hrópað: „Drottni heyrir jörðin
og allt sem á henni er!“ Eins og barnið, sem talað er um í Talrnúð,
að sat á gullborði, sem borið var af sextán mönnum. Sextán silfur-
keðjur voru tengdar við það og skálar og bikarar og föt og glös. Á
því voru hvers konar dýrindis réttir, lostæti og kryddvörur, af öllu
því er gjört var á sex dögurn sköpunarverksins. Og barnið gjörði
kunnugt: „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er!“
Mamma skar kökuna og gaf hverjum sinn skammt, en klút-
hornin fylgdti hreyfingum hennar. Kirsuber féll á gólfið og safinn
spýttist út, en enginn dropi lirökk á klútinn, hann var hreinn, eins
og á þeirri stundu, er pabbi gaf móður rninni hann.
X.
Ekki er hvíldardagur á hverjum degi og konur bera ekki silki-
klúta dags daglega. Hví skyldi kona skreyta sig, er hún stendur við
eldstæði? Hver dagur er ekki hvíldardagur, en öðru hvoru koma
líka hátíðisdagar. Drottinn hefur séð aumur á verkum sinna handa
og gefið þeim gleðidaga, hátíðir og tyllidaga. Á minningarhátíð-
unum þremur, Pesach, Shavuot og Sukkot (páskurn, hvítasunnu og