Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 19

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 19
ElMfcEIÐlN fyrirtæki að spara fé, eykst sparnaður í bankakerfinu og á fjármagnsmarkaði almennt, en samsvarandi minnkun verður á neyzlu og fjárfestingu (eftirspurn). Þegar til lengdar lætur, myndu raunhæfir vextir, sem þýða myndu hærri vextir en verið hafa á íslandi á undangengnum árum, bæta mjög skipt- ingu þess fjármagns, sem fyrir hendi er, á milli þeirra fram- kvæmda, sem beztan afrakstur gefa. Með því að beina fjár- magni lil framkvæmda með hárri framleiðni og frá þeim, sem minni framleiðni hafa, þá munu raunhæfir vextir auka meðal- framleiðni í hagkerfinu. Af þessu myndi hins vegar leiða aukið heildarframboð á vörum og þjónustu, og þar með myndi draga úr verðbólguþrýstingi. Eigi yrði komizt hjá einhverjum verðhækkunum, er hag- kerfið aðlagast hærri vöxtum. Grundvallarmunur er þó á slík- um hækkunum og þeim verðbólgukenndu verðhækkunum, sem auðkennt hafa hið islenzka hagkerfi. í hinu frjálsa markaðs- kerfi er sífelld hreyfing fjármagns og vinnuafls á milli hinna ýmsu framleiðslu- og þjónustugreina, samkvæmt hlutfallslegri 111

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.