Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 49
ÉIMREIÐIN okkar mönnum svo töm aÖ þeir kunnu að varast áleitni lienn- ar er hún sótti í pennan, enda er viðburður að rekast á dönsku- slettu í blöðum okkar frá því um og eftir síðustu aldamót, svo sem í ísafold, Lögréttu, Ingólfi og Fjallkonunni; og reyndar Morgunblaðinu alt framundir 1925. Mætti ég taka mönnum vara fyrir þrem dönskum hortittum, sem við líklega notum öll í tali dögum oftar, a. m. k. þori ég ekki að sverja neinn þeirra af mér, hef meira að segja rejmslu fyrir þvi að einn þei-rra er samgróinn mínu talmáli þó ég geri mér að skyldu að draga hann samviskusamlega út í prentuðum textum. Fyrst skal telja orðið ,,jú“, notað samkvamit dönsku sem at- viksorð inní miðjum setníngum, í þeirri trú að það ljái ræð- unni aukna áherslu; dæmi, maturinn er jú ágætur. Er hugsanlegt að sá matur sé góður sem þessa einkun fær? Ég laygg flestir mundu gera ráð fyrir að slíkur matur væri hálfgert óæti. Danir segjast hafa feingið orðið „jo“ úr lágþýsku og gefa á því flókn- ar útskýríngar eftir samanl)urðarmálfræði. Stundmn bæta is- lendíngar oi'ðinu „bara“ við: í blaði 1. febrúar stóð t. d. þessi fróðleikur: „orðið fjölskylda þýðir jú bara fjöldi skyldna.“ Annar danskur liortiltur sem stundum kemur fyrir í mörg- um greinum á dag í sama blaði er danska orðtækið „saa sande- lig“, og skjóta menn því einsog hinu fyrrnefnda inn í nær hvaða setningu sem vera skal. Þessi hortittur merkir reyndar næstum- því sama og „jo“. Sumir lialda hersýnilega að þeir járnbendi mál sitt með svona innskoli, en vara sig ekki á að innantóm uppfyllíngarorð gera lextan ekki aðeins auvirðilegan og veikja hann, heldur fara lángt með að snúa merkíngu hans við. Mað- ur sem sagður er „svo sannarlega góður“ á víst að teljast meira en góður, og „svo sannarlega gott veður“ meira en gott veður, en maðurinn sem fær þessa einkun getur varla verið góður maður fortakslaust og veðrið eklci gott veður. „Starandi augu geta svo sannarlega verið ógnvekjandi“ stóð í hlaði um dag- inn. Já það er nú það. Eitthvað sem er „svo sannarlega ógn- vekjandi“ er varla nema miðlúngi ógnvekjandi, kanski nær því að vera hráðmeinlaust. Hortittur étur ævinlega merg málsins innanúr setningu, eins þó hann sé lánsfé úr dönsku. Þriðji algeingur danskur hortittur í íslenskum fjölmiðlum er upphrópunin „sko“ sem blaðaskrifarar skjóta inn í texta sina á nákvæmlega sama stað í setningu og orðinu „sgu“ er skotið inn í óvandaðri dönsku. Af þessu má sjá að íslendíngar lialda að „sko“ á íslensku sé sama orðið og sgu i dönsku, eða nð minstakosti þýði eitthvað svipað. Þetla hefði hafnaríslend- 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.