Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 23
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR
byrjendur18 (1922) ásamt Handbók í lestrarkenslu. Lesbókin var með 86 myndum og
allt efni valið með tilliti til áhugaefna smábarna. I handbókinni eru fyrstu kennslu-
leiðbeiningar sem út komu á íslensku og lýsa kennslustundum í einstökum atrið-
um. Sótti Steingrímur um styrk til útgáfu kennslubóka í lestri og skrift og fylgdi Jón
Þórarinsson (Bréf ... 1922) fræðslumálastjóri þeirri umsókn eftir með þeim rök-
stuðningi að um nýjar og hér nær óþekktar kennsluaðferðir í þessum greinum væri
að ræða og „viðbúið þeim verði misjafnlega tekið" en finnst ómaksins vert að gera
lestrarkennsluna geðfelldari börnum.
Þá gaf Steingrímur út Leikföng. Lesbók á eptir stafrófskveri ásamt Hallgrími Jóns-
syni19, Samlestrarbók (1926) og fleiri léttar lestrarbækur. I barnakennslunni notaði
Steingrímur mikið samtöl til þess að virkja börnin, og leikjum, vísum og dönsum
safnaði hann og gaf út. Lengst af skrifaði hann og þýddi barnaefni í blöð og tímarit
eins og Unga Ísland. Stefán Jónsson, rithöfundur og kennari við Austurbæjarskólann
(1951), sagði að enginn hefði skrifað betri lestrarkennslubækur en Steingrímur.
Hann hlaut líka gagnrýni og þó að Aðalsteinn Sigmundsson (1927) teldi Samlestrar-
bókina feng á þeim tíma þegar lestrarbækur skorti og samtölin það besta í bókinni -
þau hafi vantað í fyrri bækur - þykir honum óforsvaranlegt að málið á bókinni sé
meingallað. Myndir séu gagnslítill samtíningur og um of sparað til útgáfunnar
enda bókin ódýr.
Orða- eða hugsunaraðferðin varð líklega aldrei útbreidd. Pálmi Jósefsson (1969)
telur það vafalaust vera vegna byggingar íslenskunnar. Hitt hafi líka án efa ráðið
miklu að ísak Jónsson, samkennari Steingríms, kynntist hljóðaðferðinnni á Norður-
löndunum, einkum hjá L. Gottfrid Sjöholm í Gautaborg á árunum 1926 og 1928, og
samdi ásamt Helga Elíassyni kennslubókina Gagn og gaman sem kom fyrst út 1933.
Kennarar tóku henni strax vel (Helgi Elíasson 1979). Eftir að ísak varð fyrsti æfinga-
kennarinn í smábarnakennslu við Kennaraskólann árið 1932 átti hann auðvelt með
að koma aðferðinni á framfæri. Hann var mikill málafylgjumaður og flestir
nemendur hans tóku aðferðina upp og notuðu hana í sinni kennslu (viðtal Eiríkur
Stefánsson 1992).
Skrift
Ein af þeim nýjungum sem Steingrímur kom með frá Bandaríkjunum var ný
skriftaraðferð. Þegar árið 1922 gaf hann út Litlu skrifbókina og Leiðarvísi við skriftar-
kenslu sem var mjög nákvæmur. Hér á landi tíðkaðist gamla forskriftar- og kopar-
stunguaðferðin sem var einkum fólgin í því að fá börnunum forskrift og láta þau
líkja eftir. Steingrímur tók eins og ætíð mið af menntunarsálarfræðinni og benti á
hve röng þessi aðferð væri og dæmd til þess að slæva áhuga barnanna þegar þau
sæju hve ómögulegt þeim væri að standast kröfurnar sem til þeirra væru gerðar.
Börn þyrftu að sjá þýðingu þess sem þau gera, í skrift eins og öðru. Steingrímur
vildi að menn skrifuðu læsilega hönd og næðu sæmilegum hraða. Til þess þyrftu
börn að skrifa mikið en stutt í einu og umfram allt þyrfti að keppa að því að festa
18 Lesbókin fékk síðar nafnið Litla gula hæiian og fleira eftir fyrstu sögunni í bókinni.
19 Óársett en kom út fyrir 1926.
21