Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 23
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR byrjendur18 (1922) ásamt Handbók í lestrarkenslu. Lesbókin var með 86 myndum og allt efni valið með tilliti til áhugaefna smábarna. I handbókinni eru fyrstu kennslu- leiðbeiningar sem út komu á íslensku og lýsa kennslustundum í einstökum atrið- um. Sótti Steingrímur um styrk til útgáfu kennslubóka í lestri og skrift og fylgdi Jón Þórarinsson (Bréf ... 1922) fræðslumálastjóri þeirri umsókn eftir með þeim rök- stuðningi að um nýjar og hér nær óþekktar kennsluaðferðir í þessum greinum væri að ræða og „viðbúið þeim verði misjafnlega tekið" en finnst ómaksins vert að gera lestrarkennsluna geðfelldari börnum. Þá gaf Steingrímur út Leikföng. Lesbók á eptir stafrófskveri ásamt Hallgrími Jóns- syni19, Samlestrarbók (1926) og fleiri léttar lestrarbækur. I barnakennslunni notaði Steingrímur mikið samtöl til þess að virkja börnin, og leikjum, vísum og dönsum safnaði hann og gaf út. Lengst af skrifaði hann og þýddi barnaefni í blöð og tímarit eins og Unga Ísland. Stefán Jónsson, rithöfundur og kennari við Austurbæjarskólann (1951), sagði að enginn hefði skrifað betri lestrarkennslubækur en Steingrímur. Hann hlaut líka gagnrýni og þó að Aðalsteinn Sigmundsson (1927) teldi Samlestrar- bókina feng á þeim tíma þegar lestrarbækur skorti og samtölin það besta í bókinni - þau hafi vantað í fyrri bækur - þykir honum óforsvaranlegt að málið á bókinni sé meingallað. Myndir séu gagnslítill samtíningur og um of sparað til útgáfunnar enda bókin ódýr. Orða- eða hugsunaraðferðin varð líklega aldrei útbreidd. Pálmi Jósefsson (1969) telur það vafalaust vera vegna byggingar íslenskunnar. Hitt hafi líka án efa ráðið miklu að ísak Jónsson, samkennari Steingríms, kynntist hljóðaðferðinnni á Norður- löndunum, einkum hjá L. Gottfrid Sjöholm í Gautaborg á árunum 1926 og 1928, og samdi ásamt Helga Elíassyni kennslubókina Gagn og gaman sem kom fyrst út 1933. Kennarar tóku henni strax vel (Helgi Elíasson 1979). Eftir að ísak varð fyrsti æfinga- kennarinn í smábarnakennslu við Kennaraskólann árið 1932 átti hann auðvelt með að koma aðferðinni á framfæri. Hann var mikill málafylgjumaður og flestir nemendur hans tóku aðferðina upp og notuðu hana í sinni kennslu (viðtal Eiríkur Stefánsson 1992). Skrift Ein af þeim nýjungum sem Steingrímur kom með frá Bandaríkjunum var ný skriftaraðferð. Þegar árið 1922 gaf hann út Litlu skrifbókina og Leiðarvísi við skriftar- kenslu sem var mjög nákvæmur. Hér á landi tíðkaðist gamla forskriftar- og kopar- stunguaðferðin sem var einkum fólgin í því að fá börnunum forskrift og láta þau líkja eftir. Steingrímur tók eins og ætíð mið af menntunarsálarfræðinni og benti á hve röng þessi aðferð væri og dæmd til þess að slæva áhuga barnanna þegar þau sæju hve ómögulegt þeim væri að standast kröfurnar sem til þeirra væru gerðar. Börn þyrftu að sjá þýðingu þess sem þau gera, í skrift eins og öðru. Steingrímur vildi að menn skrifuðu læsilega hönd og næðu sæmilegum hraða. Til þess þyrftu börn að skrifa mikið en stutt í einu og umfram allt þyrfti að keppa að því að festa 18 Lesbókin fékk síðar nafnið Litla gula hæiian og fleira eftir fyrstu sögunni í bókinni. 19 Óársett en kom út fyrir 1926. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.