Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 65

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 65
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR ræða val á milli einangraðra tilbreytingarlausra starfa og starfa sem byggjast á því að skilja upplýsingar og vinna með þær. í öðru lagi stendur valið um aukna sjálf- virkni, sem stuðlar að því að halda valdinu í höndum fárra yfirmanna, sem einir hafi aðgang að upplýsingum, og um nýtt tækniumhverfi sem stuðlar að samvinnu, frumkvæði og upplýsingamiðlun á milli allra starfsmanna ásamt gagnkvæmri ábyrgð þeirra. Upplýsingavæðing vinnustaðanna er hluti af tæknivæðingu þeirra, segir Zuboff. En það er undir ákvörðunum komið hverju sinni hver ræður hvaða upplýsinga á að afla, hver hefur aðgang að þeim og til hvers þær eru notaðar (Shaiken 1986). Á íslandi stöndum við frammi fyrir þessum sömu valkostum. Hér á landi, jafnt sem annars staðar, eru teknar ákvarðanir um nýtingu tækninnar, skipulag vinnu og starfsmenntun. Valið er því einnig í höndum þeirra sem móta skólastarf. Þeirra er að sjá ungu fólki fyrir menntun sem gerir því kleift að hafa áhrif á þróun eigin vinnustaðar og þar með á þróun atvinnulífsins og efnahagskerfisins í heild. Þeir sem aðhyllast kenningar um að öll störf í nútímaþjóðfélagi verði æ flóknari hafa reynt að sjá fyrir sér hvers konar fæmi muni helst reyna á við breyttar aðstæður. Þeir hafa skilgreint færniþætti, sem talið er að allir starfsmenn þurfi að búa yfir í atvinnulífi komandi tíma, og byggja á þeim breytingum sem nú eiga sér stað í heiminum (Carnevale o.fl. 1988, SCANS 1992). Um er að ræða a) kunnáttu í lestri, skrift, tjáningu og reikningi; b) hugmyndaauðgi og fæmi til að taka ákvarðanir og leysa vandamál; c) ýmiss konar skipulags- og samstarfsfæmi, þ.m.t. samskipti og sam- starf við samstarfsmenn og viðskiptavini, skipulagning og nýting gagna og upplýsinga og yfirsýn yfir vinnustaði og skipulagskerfi. Jafnframt er ýmiss konar sérhæfð tæknileg fæmi talin mikilvæg. Ákveðið var að skoða hvort þessar kenningar, sem segja að störf í atvinnulífinu séu að verða flóknari og að nánast öll störf geri kröfur um ofannefnda fæmiþætti, ættu við um byrjendastörf á íslandi. Markmið rannsóknarinnar var bæði að skoða stöðu íslensks atvinnulífs út frá kröfum starfa um færni starfsmanna og hvort menntun skipti máli í þessum efnum, þ.e. hvort fólk sem lokið hefði framhalds- eða háskólanámi væri fremur en aðrir í störfum þar sem reyndi talsvert á þessa fæmi. Erfitt er að átta sig á hvar við íslendingar stöndum almennt gagnvart þeim breytingum sem hér hefur verið lýst og lítið er vitað um skipulag vinnu hérlendis. Við seljum vörur út um allan heim og verðum að standast alþjóðakröfur um gæði og jafnframt höfum við tekið tæknina í þjónustu okkar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sem hér greinir frá gefa upplýs- ingar um almenna fæmi sem reyndi á í byrjendastörfum. Hingað til hefur skóla- kerfið séð vel um starfsundirbúning þeirra sem ljúka háskólanámi eða sérmenntun á framhaldsskólastigi. Við vitum minna um það hvort skortur á sérhæfðri menntun verði til þess að hinn hluti nemenda fái annars konar störf þar sem hugsanlega eru gerðar minni kröfur til starfsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar gefa nýjar upplýsingar þar um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.