Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 90

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 90
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN hugtakið skólasafn. Færni og þekking sem starfsmaður á skólasafni þarf að búa yfir ræðst mjög af því hvaða markmið skólasafninu eru sett og hvert hlutverk þess er í skólastarfinu. Sjálft orðið skólasafn, eða skólabókasafn eins og það er stundum kallað, gefur til kynna að um sé að ræða safn bóka eða gagna sem staðsett er í skóla. En lítum á hvaða merking er lögð í hugtakið í Lögum um grunnskóla frá 1974 (óbreytt 1991). Þar segir í upphafi 72. greinar um skólasafnaskyldu íslenskra grunnskóla: Við hvem grunnskóla skal vera safn bóka og námsgagna ásamt vinnustofu fyrir nemendur og kennara. Hér kemur fram að í skóla á ekki aðeins að vera safn bóka og námsgagna heldur á einnig að vera fyrir hendi aðstaða eða húsnæði til að vinna við gögnin. I 72. grein- inni segir enn fremur: Að skólabókasöfnum skal þannig búið, að því er varðar húsnæði, bókakost, önn- ur námsgögn og starfslið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt afmegin- hjálpartækjum í skólastarfinu. Samkvæmt þessari grein er skólasafninu ætlað það hlutverk að styðja við skóla- starfið og til þess þarf safnkost, húsnæði og sérstakt starfslið. Það má líka til sanns vegar færa að þessir þrír þættir, safnkostur, húsrými og starfsmenn, séu homsteinar safnsins og myndi hina ytri umgjörð um starfið þar. En hvernig starfsemi á að fara fram á skólasafninu þannig að það geti gegnt því hlutverki sem því er ætlað samkvæmt lögunum? Lögum um grunnskóla átti að fylgja reglugerð þar sem kveðið yrði nánar á um starfshætti á söfnunum. Sú reglugerð hefur enn ekki verið gerð opinber eins og áður segir en mun nú fullfrágengin og bíður samþykkis mennta- málaráðherra. Skortur á reglugerð um skólasöfn hefur valdið því að ekki hefur verið mótuð heildarstefna um starfshætti á skólasöfnum. Fræðsluyfirvöld á hverj- um stað, skólastjómendur, kennarar og skólasafnskennarar hafa sjálfir sett sér eigin starfsreglur og mismunandi hefðir hafa myndast eftir söfnum og fræðsluumdæm- um. En hvemig er innra starfi á skólasöfnunum háttað? f hverju er það fólgið og hvemig stuðlar skólasafnskennarinn að því að gera skólasafnið að „meginhjálpar- tæki í skólastarfinu" eins og kveðið er á um í Lögum um grunnskóla frá 1974 og 1991 og „lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð" eins og mælt er fyrir um í Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989? Nokkur hefð er fyrir því að flokka störf skólasafnskennara í þrjú aðalsvið: - bókasafitsfræðileg störf, - kennslufræðileg störf - rekstrar- og stjórnunarstörf. Daniel D. Barron fjölmiðlafræðingur við Háskólann í Suður-Karólínu, hefur dregið upp eftirfarandi skýringarmynd til þess að lýsa starfssviði skólasafnskennara (Barron 1987:98). Samkvæmt þessari skýringarmynd gerir Barron ráð fyrir flæði á milli bóka- safnsfræði, kennslufræði og rekstrar og stjórnunar í starfi skólasafnskennarans. Að mínu áliti er það ekki til hægðarauka að greina þessa þætti í sundur, þvert á móti ber að samþætta bókasafnsfræði og kennslufræði í eins miklum mæli og kostur er. 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.