Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 95

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 95
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR Safnkostinum má miðla á ýmsa vegu og eru þessir helstir: Útlán á gögnum og ráðgjöfvið bókaval. Hér er um að ræða útlán og ráðgjöf um val á bókum og gögnum til einstaklinga, nemenda, foreldra, kennara og annarra starfs- manna skólans. Einnig eru lánuð út sérsöfn til nota í kennslu, svo sem lesflokkar, efnissöfn, sérgreinasöfn, bekkjarbókasöfn og handbókasöfn. Skólasafnskennarinn sér um að skipuleggja útlán og velja bækur í fyrrnefnd sérsöfn. Ef þörf krefur ann- ast skólasafnskennari einnig millisafnalán. Stuðningur við lestrarnám. Skólasafnskennari getur örvað nemendur til að lesa ög stutt við lestramám þeirra á margvíslegan hátt einkum með því að skipuleggja og sjá um sögustundir, bókmenntakynningar, lestrarspretti, bókasýningar og gerð bókalista. Kennslu- og námsgagnagerð. Skólasafnskennari aðstoðar nemendur og kennara við að nýta sér tæki safnsins og gögn til að útbúa eigin náms- og kennslugögn. Þar að auki útbýr hann margvísleg gögn sjálfur sem hann notar við kennslu, í tengslum við bókasýningar eða til kynningar á starfsemi safnsins. Safnleikni og heimildavinna. Kennsla í safnleikni er eitt af mikilvægustu störfum skólasafnskennarans. Markmiðið með þessari kennslu er að leiðbeina nemendum við að nýta söfn við vinnu sína og þjálfa þá í að afla sér gagna og heimilda. í framhaldi af því þarf að kenna nemendum að nota gögnin og til þess getur þurft að þjálfa bæði lesskilning og námstækni. Kennslu í safnleikni má greina í tvo megin- þætti: - Almenna safnleikni þar sem fer fram kynning á starfsemi safnsins og nem- endum er kennt að finna gögn eftir röðunarkerfum safnsins, stafrófsröð og flokkunarkerfi Deweys. Einnig er kennt á spjaldskrá og gagnabanka. - Kynningu á safnkosti. Hér eru kynntar handbækur, uppbygging þeirra og helstu skrár. Önnur gögn safnsins og notkun þeirra er kynnt. Kennsla í safnleikni er ævinlega árangursríkust þegar hún er tengd verkefnum sem nemendur eru að fást við í námi sínu, ekki síst ýmiss konar heimildavinnu. Megintilgangur heimildavinnunnar er að færa námið út fyrir ramma kennslu- bókanna og jafnframt að hvetja nemendur til að vinna sjálfstætt. Skólasafnskennari leiðbeinir nemendum við heimildavirmu oftast að undangenginni kennslu í safn- leikni. Ef vel á að takast til þurfa skólasafnskennari og kennarar að vinna í sam- einingu að skipulagi og framkvæmd heimildavinnunnar. Til þess að miðla safnkostinum á framangreindan hátt þarf skólasafnskennarinn að búa yfir þekkingu og kunna til verka á ýmsum sviðum. Hér kemur til þekking á öll- um þeim sviðum sem nefnd eru undir vali á safnkosti (Tafla 4) auk þekkingar á sviði námskárgerðar, náms- og kennslugagnagerðar og kennslu í að nota söfn og safn- gögn. Til frekari glöggvunar á sérstöðu skólasafna er gagnlegt að bera skólasöfn saman við önnur bóka- og gagnasöfn og skoða í hverju eðli þeirra og starfsemi eru frábrugðin. Að mínu áliti eru það einkum skipulögð safnkennsla og hin mikla rækt sem lögð er við náms- og kennslugagnagerð sem einkennir starfsemi skólasafnsins og gerir það að hvoru tveggja í senn, verkstæði í skólanum og bókasafni í hefð- 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.