Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 128
LJOÐDREKAR
menntalegan bræðing að ræða. Greina má áhrif frá súrrealisma, naumhyggju og
nýrómantík í bland við módernisma og „endurvinnslu". Innhverf tjáning er áber-
andi og í stað þjóðfélagslegrar rýni er efahyggjan ríkjandi. Ljóðin eru myndrænni
og miðleitnari en áður og eins hefur málfar orðið vandaðra. Stutt og hnitmiðuð
framsetning er einkennandi og oft er myndmálið óvænt og margbreytilegt og er
það á vissan hátt afturhvarf til módemismans.
Margra ofangreindra einkenna gætir í ljóðum Ljóðdrekanna. Ljóðin einkennast
af næmri skynjun og hugsæi. Einlægni er áberandi og hin opinskáa tjáning vekur
athygli. Yrkisefni eru oftast tengd persónulegri innlifun og tilfinningum.
Stílbrögðum hafa verið gerð nokkur skil og Ijóst er að ungskáldin gefa hinum
eldri lítið eftir í meðferð þeirra. Þó ber að hafa í huga að þeir áttu kost á sérfræði-
leiðsögn sem vafalaust á drjúgan þátt í þeim góða árangri sem náðist. Glæsilegar
ljóðmyndir eru skýrt dæmi um vandað málfar og aukna málkennd.
Ljóðin sýna svo ekki verður um villst að kennsla í Ijóðagerð á fullt erindi í ís-
lenska skóla, ekki aðeins framhaldsskóla heldur einnig grunnskóla. Má geta nærri
að viðhorf nemenda, sem sjálfir takast á við yrkingar, verði annað og jákvæðara en
þeirra er sitja hjá.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. 1989. [Reykjavík], Menntamálaráðuneytið.
Baldur Ragnarsson. 1983. Ljóðlist. Reykjavík, Iðunn.
Edson, Russel. 1975. Portrait of the writer as a fat man. Some subjective ideas or
notions on the care and feeding of prose poems. Claims for Poetry, bls. 95-103.
[án staðar], The University of Michigan Press.
Eysteinn Þorvaldsson. 1980. Atómskáldin - aðdragandi og upphaf módernisma í íslenskri
Ijóðagerð. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag.
1988. Ljóðalærdómur. Reykjavík, Kennaraháskóli íslands.
Kennedy, X. J. 1986. An Introduction to Poetry. Toronto, Little, Brown.
Ljóðdrekar [I]. 1990. Reykjavík, [Verzlunarskóli íslands].
Ljóðdrekar II. 1991. Reykjavík, Verzlunarskóli íslands.
Ljóðdrekar III. 1992. Reykjavík, Verzlunarskóli íslands.
Ljóðdrekar IV. 1993. Reykjavík, Verzlunarskóli íslands.
Ljóðdrekar V. 1994. Reykjavík, Verzlunarskóli íslands.
Óskar Halldórsson. 1977. Bragur og Ijóðstíll. Reykjavík, Hið íslenska bókmennta-
félag.
Sigurjón Bjömsson. 1993. Algengustu vandkvæði barna og unglinga. Hörður Þor-
gilsson og Jakob Smári (ritstj.): Sálfræðibókin, bls.112-118. Reykjavík, Mál og
menning.
Pálmi Agnar Franken
er kennari.
126