Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Qupperneq 133
SIGFRÍÐUR
BJORNSDOTTIR
gagnlegar og myndu stuðla að því að menn slepptu ekki hlustunarhlutanum.
Annar ílokkur og þriðji flokkur, sem eru í póstkortastærð, samanstanda af sex
andlitsmyndum annars vegar og sex líkamsmyndum hins vegar. I fjórða flokki eru
tólf myndir í A5 stærð sem eiga að sýna sex andstæður. Spjöldin í þessum flokkum
eru hugsuð til að þróa tilfinningaleg viðbrögð við tónlist og leggja grunninn að
skilningi á hugtökum og frumþáttum tónlistar, eins og segir í leiðbeiningum. Nem-
endur ræða þá hvaða mynd tónlistin líkist mest og hvers vegna þeim finnst það.
í flokki andlitsmynda vekur athygli að tvö spjöld af sex eru notuð til þess að
túlka annars vegar það ástand að vera „sæll og glaður" og hins vegar það að vera
„ánægður". Hugsanlegt er að menn gætu með umræðu komið sér saman um í
hverju munurinn á þessu tvennu fælist, en allt eins líklegt er að þeir veldu alls ekki
sama spjaldið þó öllum þætti ánægja frekar en sæla geisla af því tóndæmi sem
leikið hefði verið. Myndirnar eru ekki skýrar, sú „ánægða" á spjaldi nr. 26 virðist
umfram allt hissa.
Þetta skiptir þó ekki öllu máli. Verra er að höfundum verksins skuli hafa þótt
ómissandi að hafa eitt spjaldið með mynd af daufeygðri konu sem á að standa fyrir
það ástand að vera „fullur". Hvað í tilfinningalegum viðbrögðum barna við tónlist
kallar á að þau noti sér hugtak eins og að vera drukkinn til að lýsa tónlistinni?
Reynsluheimur barna er þeim ekki alltaf heppilegt umhverfi og víst að á mörg börn
er lögð erfið lífsreynsla. Það hlýtur þó að teljast vafasamt að vísa til vímugjafa
þegar kemur að markvissu tónlistaruppeldi sem miðar að því að gera bömin færari
um að tjá sig um tónlist og áhrif hennar.
Á líkamsmyndunum svokölluðu er dansað, hlaupið og marserað. Þar eru líka
bomar þimgar byrðar, gengið yfirvegað og svifið þyngdarlaust í mjúkum línum.
Þarna speglast skýrar kynhlutverkahugmyndir sem geta truflað. Karlmenn ganga,
bera byrðar og marsera - konur svífa, hlaupa og stíga dans við félaga af karlkyninu.
Kannski er úrelt að velta sér upp úr atriðum sem þessum, og þó! Við þetta bætist að
aðeins ein kona birtist í almennum flokki mynda, fyrsta flokki, en hins vegar 4—6
karlmenn. Slíkt virðist erfitt að réttlæta.
í flokki tólf mynda þar sem viðfangsefnið er andstæður skýra myndirnar sig í
flestum tilfellum sjálfar, en í einu mikilvægu tilviki er gert ráð fyrir forþekkingu
sem ekki er á allra færi á umræddu aldursbili. Fyrir hugtökin „vaxandi" og
„minnkandi" er sýndur á háhimni máni sem annars vegar liggur með hábungu
skeifu sinnar til hægri og hins vegar til vinstri. Lærdómsríkt er að nema um þetta í
sjálfu sér en getur verið villandi fyrir t.d. fjögurra ára bam sem er að reyna að átta
sig á þessum mikilvægu hugtökum í tónlist.
Myndaflokkar með myndrænum hljóðtáknum eru vel útfærðir, og hrynstefja-
flokkur mjög gagnlegur. Á bak við áttunda flokk, þar sem þriggja tóna stef liggja
um einn streng, er snjöll hugmynd sem auðvelt er að byggja ofan á.
Nokkurrar ónákvæmni gætir í meðferð tungumálsins almennt. Dæmi um mál-
villu er yfirskrift þess verkefnis sem tekið er sem dæmi hér að framan, en á íslensku
er talað um gamlárskvöld og nýársnótt. Móðurmál annars höfundarins er enska og
á þeirri tungu eru hefðir aðrar.
Og ónákvæmni gætir víðar. Það er varasamt að stuðla að því með beinum eða
131