Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 14
ÞRÓUN HLJÓM-2 Þjálfun hljóðkerfisvitundar Þær kenningar hafa verið settar fram á síðari árum að hægt sé með snemmtækri íhlutun að fækka þeim börnum sem lenda í lestrarerfiðleikum (National Research Council, 1998). Ljóst er að undirbúningur fyrir lestrarnámið hefst meðan barnið er enn mjög ungt og löngu áður en eiginlegt lestrarnám hefst. Börnum sem alast upp í umhverfi þar sem mikið er lesið og bókstafir og lesefni eru sýnileg farnast betur í lestrarnáminu (National Research Council, 1998). Mikilvægt er að kanna hvort hægt sé að þjálfa hljóðkerfisvitund. Niðurstöður rannsókna benda til að það sé hægt og ef slíkt er gert gangi börnunum betur að læra að lesa síðar, þegar eiginlegt lestrarnám hefst. Þekkt er rannsókn Lundbergs, Frosts og Petersens frá 1988 þar sem hljóðkerfisvitund var markvisst þjálfuð hjá hópi sex ára barna áður en eiginlegt lestrarnám hófst. Þessi þjálfun hafði marktæk áhrif á lestur og stafsetningu barnanna en þau börn sem lentu í þjálfunarhópnum stóðu sig mun bet- ur en samanburðarhópur sem fékk enga slíka þjálfun. Fjölmargar aðrar rannsóknir hafa staðfest þessa niðurstöðu, t.d. rannsóknir Borströms og Elbros (1996), Lysters (1996), Torgesens og félaga (1992) og Warricks, Rubins og Rowe-Walshs (1993). Þjálf- un af þessu tagi felur í raun í sér að lestrarnám barnanna er undirbúið með því að þjálfa hljóðkerfisvitund þeirra með alls kyns leikjum. FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR OG FJÖLSKYLDUSAGA Fleira en þjálfun og starf í leikskóla hefur áhrif á hvernig lestrarnám barna gengur. Ýmsir þættir sem snerta heimili og fjölskyldu tengjast námsárangri, þar á meðal menntun foreldra. Islenskar rannsóknir hafa sýnt tengsl milli menntunar foreldra og árangurs á samræmdum prófum í 7. bekk (Sigríður Teitsdóttir, 2000) og í 10. bekk (Amalía Björnsdóttir, 2001). Lítið er aftur á móti vitað um tengsl menntunar foreldra við hljóðkerfisvitund barna á leikskólaaldri hér á landi. Það er viðurkennt af flestum að auðugt málumhverfi skiptir miklu máli fyrir ár- angur í lestrarnámi (Scarborough and Dobrich, 1994) og mismunandi umhverfi á heimilum hefur verið tengt við árangur í lestri (Heath, 1984). Þó að góðar kennsluað- ferðir skili vissulega árangri, jafnvel fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður, telja margir að miklu muni að fá foreldrana í samstarf til að auka líkur á farsælu lestrar- námi (Edwards, 1995). Eitt af því sem foreldrar hafa verið hvattir til að gera er að lesa fyrir börnin. í samantekt Scarboroughs og Dobrichs (1994) á þriggja áratuga rann- sóknum á tengslum milli reynslu barna af lestri á leikskólaaldri og málþroska og hæfni í lestri síðar meir, fundust jákvæð tengsl þótt þau væru mismikil eftir hópum. Foreldrar vilja börnum sínum langoftast vel og eru tilbúnir til að leggja sitt af mörk- um við að örva þau og hvetja jafnvel þótt stundum skorti á að þeir viti nákvæmlega hvaða aðferðir eru bestar til að örva málþroska (Edwards, 1995). Auk þess að lesið sé fyrir börnin skiptir máli hvernig fyrirmyndir foreldrarnir eru bæði í hegðun og í við- horfum til lestrar og hvernig lesið er fyrir börnin (Burgess, Hect og Lonigan, 2002). En foreldrar gera meira en að skapa umhverfi fyrir börnin sín. Þau fá einnig erfða- 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.