Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 37
KRISTJAN KRISTJANSSON hinnar nýju skyldugreinar: að rækta félags- og siðferðilega ábyrgðarkennd, efla sam- félagslega virkni og bæta stjórnmálalæsi. Allt hnígi þetta að því að skapa íhugula, gagnrýna, ábyrga og virka lýðræðisþegna sem bæði hafi hug á og kunni að brjóta til mergjar samfélagsleg og siðferðileg vandamál og taka upplýstar ákvarðanir um lausn þeirra. Ekki er talið nóg að nemendur viti af grunngildum á borð við mannrétt- indi, virðingu og jafnræði heldur að þeir tileinki sér - geri sér innlíf - tiltekin afmark- aðri lýðræðisgildi svo sem umburðarlyndi, fjölmenningarstefnu, meirihlutavald, virðixrgu fyrir eignarrétti og frelsi jafnt hugsurxar sem tjáningar. Jafnframt er kveðið á um að ákjósanlegasta leiðin til að rækta þessi gildi í skólum sé með gagnrýnum umræðum í kennslustofunni þótt aðrar kennslufræðilegar aðferðir séu fráleitt útilok- aðar. Ef við lítum okkur nær ber þessi sömu gildi víða á góma hér á landi í námskrám fyrir grunnskóla, ekki aðeins í markmiðsgreininni fyrrnefndu. í lífsleikninámskránni er til dæmis sagt berum orðum að lífsleiknin fáist við efni sem tengist því að „vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi" (Menntamálaráðuneytið 1999a:7). Munurinn á Islandi og Englandi er hins vegar bæði sá að hjá okkur eru lýðræðisgildin viðbót við þau beinaberu þroskamarkmið sem mynda kjarna lífsleikninnar, í stað þess að vera sjálft hold hennar, og svo hitt að á íslandi hefur ekki verið farin sú leið sem Englend- ingar völdu, að rækta þegnvísi nemenda með nýju skyldufagi á grunnskólastigi. Vitaskuld mætti setja á langar tölur um kosti og galla lífsleikninámskráa í ólíkum löndum, en til slíks er ekki tóm hér. Ég geri ráð fyrir að lesandinn geri sér nú sæmi- lega grein fyrir því út á hvað þegnskaparmenntunin gengur og sný ínér næst - enn og aftur með hálfgerðri skemmri skírn - að algengustu mótbárunum gegn slíkri menntun. Sumar þeirra eru ekki aðeins mótbárur gegn þegnskaparmenntun heldur gegn allri boðun siðferðisgilda í skólum; aðrar eru runnar frá samræðurum á knerri holdtekinnar lífsleikni sem greinir hins vegar á um hvaða gildi eigi að boða. Ég leyfi mér að skipta mótbárunum í „íhaldssöm" andmæli og „róttæk". Hugtak- ið íhaldssamur merkir í þessu sambandi aðeins: „stefnir að viðhaldi eða eflingu ríkjandi venja á hinu tiltekna sviði", en róttækur: „stefnir að mikilsverðri breytingu á í'íkjandi venjum á hinu tiltekna sviði". Þessi skipting er því í raun hlutlaus gagnvart flokkadrætti svokallaðra vinstri og hægri manna, eirda má segja að hugtökin vinstri og hægri hafi glatað nokkru af merkingu sinni í nútímanum. Svo að dæmi sé tekið þá er viðtekið að líta á gagnrýninn póstmódernisma sem vinstristefnu; engu að síður færa marxistar einatt að því gild rök að hann sé einhver forpokaðasta íhaldsstefna sem til er vegna blætis (fetishism) á ríkjandi frábrigðum menningarsvæða og -kima. Á því sviði sem hér er til umræðu, lífsleikni í skólum, er gagnrýni póstmódernism- inn hins vegar „róttæk" stefna þar sem hann kveður á um mikilsverðar breytingar frá ríkjandi kennsluháttum. íhaldssömu andmælin gegn þegnskaparmenntun eru ýmist kennslufræðileg eða pólitísk (eða þá hvort tveggja í senn). Kennslufræðilegir íhaldsmenn telja að þegn- skaparmenntun sé undir sömu sök seld og öll skipuleg kennsla um siðmennt í skól- um. Hún sé í besta falli tilgangslaust fimbulfamb, í því versta timaþjófur sem ræni orku frá grunngreinum skólans, lestri, skrift og reikningi: Það er ekki völ á neinum 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.