Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 39
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON reifa andmælin frekar langar mig að stinga upp á nokkrum mögulegum ástæðum fyrir þeirri þögn. a) Beinabera lífsleiknin hefur átt sterkasta vígi sitt í Bandaríkjunum en umræðan um þegnskaparmenntun sem sérfag hefur á síðustu árum fremur átt óðal í Evrópu. Þetta merkir ekki að Bandaríkjamenn séu tómlátari um lýðræðisgildin en Evrópu- búar; mörg þekktustu ritin um þegnskaparmenntun eru einmitt ættuð úr Vestur- heimi. Það er hins vegar lítil hefð fyrir því í bandarísku umræðunni um lífsleikni að greina lýðræðisgildin skýrt frá öðrum keppikeflum í siðferðilegu uppeldi og því ef til vill minna svigrúm fyrir mögulega togstreitu þar á milli en í Evrópu. b) Höfuðmarkmið (einkum eldri) rita beinaberrar lífsleikni hefur verið að lemja á af- stæðisdraugnum, samanber til dæmis erkiandstyggð Lickonas (1991), sjálfdæmis- hyggjuna („personalism"). Talsmönnum beinaberrar lífsleikni hefur þannig verið hugstæðara að deila við fjandmenn allrar lífsleiknikennslu í skólum en að fetta fingur út í aðrar tilraunir til að vekja gildamenntun til lífs, svo fremi að gildin sem miðla á séu jákvæð. Með öðrum orðum: Þessir talsmenn hafa fremur viljað slá skjaldborg um lífsleiknikennslu almennt en að karpa um „smáa letrið" við sam- herja sína og gera þannig óvinafagnað: fá þeim vopn í hönd sem álíta einstakling- inn sjálfan hinn æðsta mælikvarða á rétt og rangt. Mestu máli skiptir að öllum miði í siðferðisátt; hvernig það gerist er talið minna um vert. c) Ekki má heldur gleyma því að margir forkólfar beinaberu lífsleikninnar eru líka talsmenn lýðræðisgilda. Lickona segir þannig berum orðum að kenna skuli „fjölda lýðræðisdygða" í skólum, í vestrænum lýðræðisríkjum, auk hinna sið- ferðilegu grunngilda (1991:45). Hér mætti því virðast sem stigs- fremur en eðlis- munur sé á beinaberu og holdteknu lífsleikninni, en sá munur skiptir samt veru- legu máli: Samkvæmt beinaberu lífsleikninni er eðlilegt að bæta holdteknum gild- um, þar á meðal lýðræðislegum, ofan á grunngildin, þar sem það á við, en án hinna síðarnefndu svífi holdteknu gildin í lausu lofti. Þegnvísi er til að mynda mikilsverður þáttur í lífi fólks en hann er ekki ristur eins djúpt í eðli þess og til- finningagreindin eða siðvitið. Minni munur er á aðferðafræði beinaberu lífsleikn- innar og þegnskaparmenntunar en margir vilja vera láta, enda hvort tveggja inn- takshyggja fremur en formhyggja. Lickona er til að mynda mjög áhugasamur um siðferðilegar samræður í kennslustundum (1991, 12. kafli; sjá einnig Kristján Kristjánsson 2001:95-96) þó að hann sé minnugri en margir þegnskaparsinnar á þau gömlu sannindi Aristótelesar (1995) að leiðin að konungshöll siðlegra rök- ræðna liggi um forgarð tamningar („habituation"). d) Enn ein ástæðan til þess að talsmenn beinaberrar lífsleikni virðast hafa stillt sig um að amast við þegnskaparmenntun er að mörg rit þeirra skortir heimspekilega nákvæmni og festu. Án þeirra kosta er hætt við að ýmiss konar smáger greinar- munur og flokkunarblæbrigði glatist. Ekki er einungis staðreynd að fáir menntað- ir heimspekingar hafa komið að mótun beinaberu lífsleikninnar en margir haft hönd í bagga með þegnskaparmenntun, til dæmis Gutmann (1987) og Callan (1997); hitt skiptir ekki minna máli í þessu sambandi að menntunar- og sálfræð- 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.