Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 42
ÞEGNSKAPARMENNTUN
ingalegri reynslu úr barnæsku um hvað maður á skilið, reynslu sem er frumlæg-
ari en allar reglur og stofnanir (sjá Kristjánsson 2003a; 2003b; einnig Solomon
1995). Þessi ágreiningur skiptir að sjálfsögðu verulegu máli þegar ákveðið er
hvernig taka beri á dygðinni réttlæti í lífsleiknikennslu.
LOKAORÐ
Eg vona að lesendur séu nú nokkru nær um hvað hin róttæku andmæli beinaberrar
lífsleikni gegn þegnskaparmenntun ganga, eða myndu ganga, út á. Næsta skrefið
getur verið að spyrja hvort eitthvert mark sé takandi á þessum andmælum. Þeirri
spurningu verður hins vegar ekki svarað hér; ég hef þegar haldið uppi vörn fyrir
beinabera lífsleikni á öðrum vettvangi (Kristján Kristjánsson 2001) og tilgangur minn
á þessum blöðum var einungis sá að reifa andmælin, ekki að réttlæta þau. í staðinn
ætla ég að fá að enda ritgerðina með því að svara gagnrýni sem mig grunar að þeg-
ar hafi búið um sig í huga einhverra lesenda.
Gagnrýnin væri þessi: Hef ég ekki rangtúlkað hin meintu andmæli með því að
kalla þau „róttæk"; eru þau ekki bara eitt afbrigði íhaldsrakanna gegn þegnskapar-
menntun í dulargervi? Ihaldsmenn eru þekktir fyrir að skrifa alla siðferðisbresti á
reikning einstaklinga fremur en félagslegra ástæðna, og er þetta ekki kjarni andmæl-
anna að ofan, það er sá að þegnskaparmenntunin risti of grunnt þar sem hún taki að-
eins á skelinni sem umljúki hinn frjálsa vilja einstaklingsins til góðra eða illra verka
en ekki á viljanum sjálfum? Róttæklingar hafa löngum haft horn í síðu beinaberrar
lífsleikni fyrir að boða „ný-íhaldsstefnu" (Nash 1997) sem engu vilji breyta í samfé-
lagsgerðinni; er hér ekki komin enn ein staðfesting þess?
Mér til málsbóta fylgja hér nokkrar ástæður þess að ég teldi slíka gagnrýni missa
marks. I fyrsta lagi vilja málsvarar beinaberrar lífsleikni hrinda í framkvæmd víðtæk-
um lífsleikniáætlunum í skólum; það er langt í frá að þeir vilji engu breyta, og þeir
þjást ekki af ótta íhaldsmanna (í þeim skilningi á „íhaldssemi" sem kynntur var til
sögu áður) við innrætingu í skólum. Þeir andmæla þannig ekki þegnskaparmenntun
með rökum íhaldsmanna um að hún sé óraunsæ eða skaðleg heldur hinum að hún sé
ekki nógu víðfeðm og metnaðarfull! I öðru lagi hafa málsvarar beinaberrar lífsleikni
- andstætt íhaldsmönnunum - ekkert á móti því að þegnvísi sé kennd í skólum, svo
framarlega sem hún skyggi ekki á siðferðilegu grunngildin. I þriðja lagi snýst beina-
bera lífsleiknin ekki bara um að gera einstaklinga góða og fróða; lokamarkmiðið er
að bæta samfélagið í heild (Lickona 1991:320-321; Kilpatrick 1992:226). Slíkt er naum-
ast dæmi um hefðbundna „íhaldsmennsku".
Eg sagði að samkvæmt beinaberu lífsleikninni væri þegnskaparmenntunin ekki
nógu metnaðarfull. Ef til vill mætti á móti bera beinaberu lífsleikninni á brýn að vera
o/metnaðarfull; nægir þar að minna á djörfustu spár Golemans (1995) um að tilfinn-
ingagreind ráði 80% af árangri fólks í námi og starfi. Ýmsar rannsóknir hafa þegar
sýnt fram á bættan staðblæ og hegðun í þeim skólum sem hleypt hafa af stokkum
beinaberum lífsleikniáætlunum, ekki síst á yngri skólastigum, en engin staðfesting
hefur fengist fyrir því að kennsla í lífsleikni af því tagi eða öðru breyti siðferðilegum
40