Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 47

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 47
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR til dæmis þá staðreynd að giftar konur fengu víða kosningarétt síðar en ógiftar. Ein afleiðing þessa er sú að lítið hefur verið fjallað um menntun fyrir einkalífið í mennta- kerfi Vesturlanda eða um konur sem gerendur í stjórnmálum og í samfélaginu yfir- leitt (Martin, 1985, 1995). Umræða um menntamál sem byggir á hefðbundnum hug- myndum um menntun þegna í lýðræðisþjóðfélagi hefur því ekki tekið beint á spurn- ingunni um konur og karla sem jafnréttháa þegna bæði í einkalífi, atvinnulífi og sem borgara yfirleitt. Þessar grunnhugmyndir um hlutverk og samskipti kynjanna hafa haft mikil áhrif á sjálfsmyndir og hugmyndir þeirra um þátttöku í opinberu lífi og einkalífi. Nú er talið að menntunin sé vettvangur fyrir átök um merkingu þess að vera borgari í lýðræðisþjóðfélagi; því skipti hlutverk skólans og þar með námskrárn- ar mjög miklu máli (Arnot og Dillabough, 2000: 5-6). Ut frá þeim sjónarmiðum sem rakin eru að ofan er vert að athuga hvernig hinar nýju námskrár framhaldsskólans gera ráð fyrir að tekið verði á menntun þegnanna. Á að undirbúa bæði kynin jafnt fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og jafna ábyrgð bæði í atvinnulífi og fjölskyldulífi? Kynjun og virðing námsgreina Kynbundið náms- og starfsval er einn angi af valda- og launamun kynjanna. Reynsl- an sýnir að sumar námsgreinar eru nátengdari völdum og virðingu og eru um leið oft karltengdari en aðrar. Þó að hugmynd skynsemishyggjunnar um að maðurinn geti beislað og náð völdum yfir náttúruöflunum með tölum og líkönum þyki ekki trúverðug lengur þá er enn borin mest virðing fyrir þeim sem ná valdi á óhlutbund- inni þekkingu og skilningi, ekki síst í raungreinum. Hlutfirrt þekking er þess vegna oft ávísun á meiri völd og virðingu en önnur þekking, óháð raunverulegri gagnsemi hennar yfirleitt eða fyrir tiltekið starf (Walkerdine, 1988). Helstu viðmið sem ráðið hafa valdastöðu námsgreina fela í sér eftirfarandi samkvæmt Young (1998:19): að þekkingin sé bókleg, með áherslu á ritaðan texta fremur en munnlega tjáningu; ein- staklingbundin, að mat byggist á einstaklingsvinnu fremur en hópvinnu eða sam- starfi; að þekkingin sé ýræðileg og óhlutbundin, óháð fyrri þekkingu nemans; og tengt því síðastnefnda að þekkingin sé ópraktísk eða óbundin daglegu lífi eða almennri reynslu. í ljósi þessa er vert að kanna hvaða námsgreinar fá aukið vægi og hverjar minna í hinum nýju námskrám framhaldsskólans. Er hugað að því að efla kynjajafnrétti með því að minnka líkurnar á kynbundnu námsvali eða draga úr áhrifum kynbundins námsvals á áframhaldandi nám og starf? Er til dæmis hugað að því að hafa grunn- greinar eins og stærðfræði og ensku öflugar á öllum bóknámsbrautum þannig að náms- og starfsval ráðist ekki algjörlega af sérhæfingu í framhaldsskóla? Hugmyndir um jafnrétti kynjanna og jafnréttisfræðslu Ymsar leiðir hafa verið farnar til að nálgast jafnrétti kynjanna. Þekktustu líkönin eru þrjú: Jafn réttur og bann við mismunun; sértækar aðgerðir (affirmative action); og sam- þætting (mainstreaming) (Rees, 2001). Jafn réttur og bann við mismunun á rætur að rekja til frjálslynds feminisma. Þetta 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.