Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 59
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR sérfræðinefnd, birta framsækna stefnu sem ekki kemur fram í námskránni sjálfri. Auk yfirlýstrar áherslu á upplýsingatækni í inngangi aðalnámskrár, eru áherslur ný- frjálshyggjunnar á árangur og samkeppni ráðandi. Dæmin um nýjar aðalnámskrár framhaldsskóla og grunnskóla (sjá Guðný Guðbjörnsdóttir, 2003) sýna glöggt hve langt er í land með að jafnréttissjónarmið séu samþætt inn á svið menntamála eins og stefnt er að bæði samkvæmt jafnréttislögum og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar í jafnréttismálum fyrir 1998-2002 í samræmi við jafnréttisstefnu Evrópusambands- ins (European Commission 1996, 2000; Rees, 2001). 1 fjórða og síðasta lagi var spurt um stöðu jafnréttisfræðslu samkvæmt námskrám framhaldsskólans. Aðurnefnd greining bæði á almenna hlutanum og einstökum áfangalýsingum bendir til að taka eigi fyrir stöðu kynjanna og jafnréttismál. Slíkt skal gera í þremur áföngum í félagsfræði og sögu, sem eru skylda fyrir allar bóknáms- námsbrautir. Einnig er lífsleiknin vettvangur fyrir jafnréttisfræðslu og eini áfanginn þar sem fræðsla um einkalífið eða fjölskyldufræði er nefnd sem eitt hugsanlegra við- fangsefna af löngum lista yfir slík. Niðurstaðan er sú að efni tengt jafnréttismálum sé í námskránni, þó deila megi um hvort um skipulega jafnréttisfræðslu er að ræða. Sem áður segir er jafnréttisfræðsla lögbundin á öllum skólastigum samkvæmt jafnrétt- islögum. Tekið skal fram að höfundur gerir sér fyllilega ljóst að námskrár eru eitt og skóla- starf er annað. Námskrár vísa á skólanámskrár um jafnréttisfræðslu, lífsleikni og fjöl- skyldufræðslu en í raun sníða námskrárnar áhugasömum kennurum þröngan stakk. Það er álitamál hvort ný námskrá framhaldsskólans teljist skref fram á við í jafn- réttismálum, miðað við námskrána frá 1990. Þó að því megi halda fram að ákveðin jafnréttisfræðsla eigi sér stað í fjórum áföngum samfélagsfræði og lífsleikni, vantar enn mikið upp á að sjónarmið jafnréttis og kynferðis séu samþætt inn í allar náms- greinar og starf framhaldsskólans. Ennfremur vantar mikið á að framhaldsskólinn undirbúi bæði kynin jafnt undir fjölskyldulíf og atvinnulíf og til að verða borgarar með jafnar skyldur í lýðræðisþjóðfélagi. Síðast en ekki síst telst það skýrt skref aftur á bak að með aukinni sérhæfingu munu þessar námskrár líklega festa kynbundið náms- og starfsval í sessi og launamun kynjanna þar með. Þegar allt kemur til alls er því líklegt að nýju námskrárnar viðhaldi hefðbundnum en úreltum kynhlutverkum og séu ekki í takt við líf ungs fólks við lok framhaldsskóla. Þessi athugun bendir til viðnáms eða andstöðu við það að menntakerfið taki mið af jafnréttislögum og undirbúi bæði kynin jafnt sem virka samfélagsþegna og þátt- takendur í atvinnulífi og fjölskyldulífi. Viðnámið á líklega rætur í kenningum um menntun í anda þjóðfélagssáttmálans. Þrátt fyrir jafnréttislög og opinbera stefnu- mörkun t.d. á sviði fæðingarorlofs, þá virðist undirbúningi fyrir fjölskyldulíf haldið áfram utan við menntahugtak framhaldsskólans. Með því að sinna ekki því sem snýr að heimilismálum og einkalífi í anda kynjajafnréttis breytir skólinn ekki hefðbund- inni orðræðu sem staðsetur konur frekar á sviði einkalífsins og karla frekar á vinnu- markaði og sem þátttakendur í opinberu lífi t.d. í stjórnmálum (Arnot og Dillabough, 2000; Martin 1985, 1995). I anda nýfrjálshyggjunnar er áhersla á skilvirkni og sam- keppni í námsárangri á oddinum en áherslum á jafnréttismál er skákað til hliðar (sjá 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.