Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 61
GUÐNY GUÐBJORNSDOTTIR
skóla (American Association of University Women, 1999). Það er jafn mikil einföldun
að setja alla af sama kyni undir einn hatt og það að fjalla kynhlutlaust um „nemend-
ur". Mikilvægi kynferðis sem felur í sér tvískiptingu sem veldur mismunun hverfur
ekki við það (Lahelma og Gordon, 1998: 124; Krokan, 2000). Til að ná frekari árangri
í jafnréttismálum fyrir tilverknað skólakerfisins þarf að breyta námskránum, eins og
fram hefur komið, og ennfremur að þróa og bæta við jafnréttismælikvörðum sem
viðmiðum um árangur skóla.
Það er mat höfundar eftir áratuga starf að jafnrétti í menntamálum, bæði á sviði
rannsókna, menntamálaráðuneytis og á vettvangi stjórnmála, að ekki sé lengur hægt
að kenna vanþekkingu á jafnréttismálum um stöðu mála. Vinna þurfi gegn allskonar
viðnámi, hefðum og mótbárum sem eru bæði af faglegum, pólitískum og sögulegum
toga. Krokan (2000) greinir ákveðið bakslag í norskum námskrám frá Mönsterplanen
1987 til Læreplanen 1997 þar sem minni áhersla er lögð á að nemar verði efnahagslega
sjálfstæðir óháð kynferði og á valdastöðu kynjanna almennt. Tekið er undir skýringu
hennar sem tengist stöðu jafnréttismála á tíunda áratugnum, bakslagi í jafnréttisbar-
áttu kvenna, áherslum á karlamenningu og póstmódernískum áherslum. Norska
námskráin frá 1997 leggur meiri áherslu en áður á kynhlutleysi og að kynin séu eins
sem eins konar viðnám gegn nýjum, oft róttækum kenningum og hugmyndum um
margbreytileika kyngervis (2000:45-46).
Líklegt má telja að námskrár framhaldsskólans verði endurskoðaðar fyrr en síðar
ef marka má umræðuna um styttingu framhaldsskólans og þróun í menntamálum
nágrannalandanna. Mikilvægt er að allir þeir sem taka jafnréttismál alvarlega leggi
sitt að mörkum til að námskrár í íslenskum skólum svari kalli tímans um raunveru-
legt jafnrétti. A meðan nýfrjálshyggjan er ráðandi stefna í menntamálum er mjög
mikilvægt að skoða jafnréttismálin í sem víðustu ljósi og stuðla að því að jafnréttis-
mælikvarðar verði notaðir við mat á árangri skóla. Að öðrum kosti er hætta á að mis-
rétti og mismunun aukist og valfrelsi nái eingöngu til sumra en ekki annarra (Guðný
Guðbjörndóttir, 2001; Apple, 2001a, 2001b).
Athugasemdir og þakkarorð
i Þýðing höfundar á eftirfarandi tilvitnun: „Curriculum is intensely historical, political, racial,
gendered, phenomenological, autobiographical, aesthetic, theological, and international." (Pinar,
Reynolds, Slattery, og Taubman. (1995: 847). Skáletrun í þýðingu er höfundar.
ii Berglind Rós Magnúsdóttir kennari og M.A. nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla ís-
lands aðstoðaði við greiningu gagnanna. Henni færi ég mínar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð.
iii. Verkefnið Menntun og kynferði hefur verið styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla íslands. Efni þess-
arar greinar var fyrst flutt á ráðstefnu Rannsóknastofu í kvennafræðum í Háskóla Islands 5. októ-
ber 2002.