Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 67
AUÐUR TORFADÓTTIR
Könnun á orðaforða í ensku
l þessari grein verður greintfrá rannsókn sein gerð var á orðaforða í ensku meðal framhalds-
skólanema sem voru um það bil að Ijúka enskunámi sínu. Markmiðið var að mæla umfang
orðaforðans og staðfesta hvort hann væri í samræmi við það sem fræöimenn telja að við-
unandi sé fyrir þá sem komnir eru á þetta stig í námi. Notað var einfalt orðaforðapróf sem
talið er gefa góða vísbendingu um umfang orðaforða og hefur reynst áreiðanlegt miðað við
viðurkennd stöðluð tungumálapróf. Þegar á heildina er litið benda niðurstöður í þá átt að
nemendur hafi almennt ekki náð nægilega góðu valdi á þeim orðaforða sem þarftil að takast
á við lestur fræðitexta á ensku í áframhaldandi námi.
INNGANGUR
Þegar haft er í huga að Islendingar þurfa á góðri lestrarfærni í ensku að halda, hvort
sem er í áframhaldandi námi eða starfi, er augljóst að traustur orðaforði skiptir
sköpum. Um það held ég að allir geti verið sammála enda hefur verið sýnt fram á
mikilvægi orðaforðans í rannsóknum sem nánar verður vikið að síðar. Astæða þess
að farið var út í þessa könnun var óstaðfestur grunur um að orðaforði væri veikur
hlekkur í enskukunnáttu margra nemenda sem útskrifast úr framhaldsskóla.
Könnun sem ég gerði á lesskilningi á ensku meðal 1. árs nema í Kennaraháskóla
íslands vorið 1990 varð einnig til að ýta undir þá könnun sem hér um ræðir (Auður
Torfadóttir, 1990). Þá voru lagðir fyrir hóp kennaranema fræðitextar á sviði uppeld-
isvísinda skrifaðir fyrir almenning og þess gætt að í þeim væru ekki greinabundin
fræðiorð. I textunum kom aftur á móti fyrir mikið af orðum sem koma víða fyrir í
algengri gerð texta, svo sem í textum til háskólakennslu, fræðitextum fyrir almenn-
ing um ýmiss konar efni og blaðagreinum svo dæmi séu tekin. Það mátti álykta út frá
svörum kennaranemanna við lesskilningsspurningum að í flestum tilvikum, þar sem
skilningi var áfátt, mátti rekja það til skorts á orðaforða. Síðan hef ég af og til lagt
orðaforðakannanir fyrir nemendur mína og ýmsa aðra og niðurstöður hafa eindregið
styrkt grun minn. Þess vegna var freistandi að leggja fyrir formlega könnun og fá
mynd af stöðunni.
Markmið könnunarinnar var að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hve mikinn
orðaforða hafa nemendur sem eru um það bil að ljúka enskunámi í framhaldsskóla?
Er umfang orðaforðans í samræmi við það sem álitið er nægilegt til að geta nýtt sé
65