Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 70
KÖNNUN Á ORÐAFORÐA i ENSKU að nemendur eigi að hafa náð vissu marki í orðaforða við námslok en þar er talið að eftir sex einingar í ensku ættu nemendur að geta staðist First Certificate in English, en það er staðlað breskt próf sem notað er víða um lönd. Til að standast þetta próf er talið að þurfi orðaforða upp á 3500 orð. í lýsingu á lestrarþætti prófsins er þess getið að umfangsmikinn orðaforða þurfi til að standast það. Nemendur eiga að geta lesið með auðveldum hætti skáldverk, bækur af öðrum toga og greinar í tímaritum og dagblöðum (Camhridge First Certificate in English, 2003). Til samanburðar má geta þess að nemendur sem útskrifast úr framhaldsskóla í ísrael, 18 ára að aldri, eiga að hafa náð valdi á 3500-4000 orðafjölskyldum í ensku (Laufer, 1998) og er það jafnvel talið lágt. Námsefni sem notað er víða í fyrstu áföngum í ensku í framhaldsskólum hérlend- is er miðað við First Certificate stigið þó að það sé ekki opinbert viðmið. Gerð var laus- leg könnun á einni námsbók sem hefur verið notuð í fyrstu áföngum nokkuð margra framhaldsskóla, First Certificate Masterclass (1994). Nokkrir lestextar úr ýmsum hlutum bókarinnar voru skoðaðir með tilliti til orðaforða. Það kom í ljós að orð sem flokkast undir 2000 algengustu orðin í ensku samkvæmt lista Nations (1996) voru áberandi. Sömuleiðis var nokkuð af orðum úr flokki þeirra 1000 orða sem næst koma að tíðni. Orðalistar sem viðmið Við Victoria-háskólann í Wellington hefur verið unnið öflugt starf á sviði orðaforða. Undir ritstjórn Paul Nations hafa verið gerðir orðalistar yfir 1000, 2000 og 3000 orða- fjölskyldur sem oftast koma fyrir í ensku (high-frequency words). Auk þess hefur verið tekinn saman listi yfir 800 orð, A University Word List, eins og hann er nefndur, sem hefur að geyma orð sem eru sameiginleg mörgum sviðum og koma víða fyrir í rituð- um textum af ýmsu tagi, einkum fræðitextum, en einnig dagblaða- og tímaritsgrein- um (Nation, 1996). Þetta eru þverfaglegu orðin sem áður er getið um og talið er að þau séu um 9% allra orða sem koma fyrir í fyrrgreindum textum (Nation, 2001). Sem dæmi um þessi orð má nefna attach, crucial, transition, ultimate, evidence, impact, device, controversy. Nation (2001) skilgreinir þessi orð sem verkfæri í höndum þess sem þarf að vísa í og fjalla um annarra verk (assume, establish, indicate) og fást við gögn af ýmsu tagi (analyse, assess, concept). Coxhead (2000) hefur tekið saman nýjan lista, Academic Word List, hliðstæðan University Word List. Orðalistinn byggist á gagnagrunni orða sem safnað var úr text- um sem notaðir eru í háskólakennslu. A listanum eru 570 orðafjölskyldur og voru þær valdar með tilliti til tíðni og þess hve vel orðin spanna sem ólíkust svið. Coxhead, eins og reyndar fleiri, bendir á gagnsemi þess að taka mið af þessum orðalista í tungumálakennslu, sérstaklega í námskeiðum þar sem fengist er við texta á sviði hinna ýmsu fræða og vísinda. Orðalistinn ætti að koma sér vel í sérhæfðum áföngum í ensku í framhaldsskóla þar sem áhersla er lögð á lestur fræðigreina. Það villir á viss- an hátt fyrir að kalla þessa orðalista University Word List og Academic Word List vegna þess að orðin þar eru þverfagleg, spanna vítt svið og gagnast einnig við lestur texta utan hefðbundins háskólanáms. 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.