Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 77
AUÐUR TORFADOTTIR
koma nemendum á það stig að þeir hafi vald á 2000 orðafjölskyldum úr því að sá
fjöldi er talinn nokkurs konar lykill að góðu áframhaldi. Það er sjálfsagt að hafa þetta
að leiðarljósi og bæta síðan við þeim 800 orðum sem tilheyra þverfaglega orðalistan-
um og svo koll af kolli.
Það er ekki nóg að sjá orð einu sinni jafnvel þótt því sé veitt eftirtekt. Til að orð fest-
ist í minni þarf það að verða á vegi lesandans með vissu millibili í mismunandi sam-
héngi, annars gleymist það fljótt. Fræðimenn hafa ekki komið sér saman um hve oft
þetta þarf að gerast enda margar breytur í því dæmi. Nation (1990) kemst að þeirri
niðurstöðu eftir ýmsar athuganir að þetta geti verið 5-16 skipti eftir því hvaða orð er
um að ræða. Þetta sýnir fram á nauðsyn þess að sem mest sé lesið og einnig hlustað
og rennir stoðum undir það að tungumálakunnátta þróast á löngum tíma.
Víxlverkun á milli lesskilnings og orðaforða er kunn. Rannsóknir hafa sýnt fram á
að aukinn lestur, einkum lestur langra, samfelldra texta eykur orðaforða; orðin síast
smám saman inn þó að athyglin beinist fyrst og fremst að inntaki textans (Anderson,
Wilson og Fielding, 1988; Krashen, 1989; Paribakht og Wesche, 1999). Gott dæmi um
þetta er rannsókn sem fram fór á tveimur hliðstæðum nemendahópum í 10. og 11.
bekk í framhaldsskóla í IsraeF 111. bekk, sem er næstsíðasti bekkur í framhaldsskóla,
voru í vaxandi mæli lagðir fyrir nemendur fjölbreyttir textar af þyngri gerðinni.
Þegar orðaforðinn var mældur í lok skólaársins, var m. a. notað próf til að mæla
stærð hans og var prófið af svipuðum toga og það sem lagt var fyrir í könnuninni hér.
Hjá nemendum í 11. bekk hafði óvirki orðaforðinn aukist um 1600 orð, úr 1900 í 3500,
og það sýnir að hægt er að auka orðaforðann umtalsvert ef markvisst er unnið. Þá
vaknaði sú spurning hvers vegna það tók 10. bekkinga sex ár að ná 1600 orða mark-
inu (Laufer, 1998). Því meir sem er lesið, því meiri verður orðaforðinn. Því meiri sem
orðaforðinn er, því betri verður lesskilningurinn og þar með rná gera ráð fyrir að
lestraráhuginn aukist. Markviss lestur stuðlar að næmari máltilfinningu almennt og
góð máltilfinning hefur væntanlega áhrif í þá veru að auðvelda lesandanum að geta
í eyðurnar og lesa á milli línanna. Þannig styður hvað annað.
Þessi óbeina aðferð er þó ekki talin nægja til að byggja upp og festa í minni orða-
forða. Til þess þarf líka að beina athyglinni að orðunum sjálfum og því samhengi sem
þau eru í (Ellis, 1994; Robinson, 1995). Þess vegna er mikilvægt að þjálfa nemendur í
að beita markvissum aðferðum til að auka orðaforða sinn. Þar má sem dæmi nefna
að ráða í merkingu orða út frá samhengi, fara orðhlutaleiðina og nota þær upplýs-
ingar sem orðið sjálft felur í sér, eins og forskeyti, stofna og viðskeyti. Lykilatriði er
að nemendur veiti orðunum athygli og velti þeim fyrir sér og verði þar með virkari í
að byggja upp sinn eigin orðaforða.
í Aðalnámskrá fyrir framlinldsskóla. Erlend mál er lögð áhersla á mikilvægi orðaforða
og það sama má segja um Aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Erlend mál eins og áður er
minnst á. Það væri æskilegt að setja inn í aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla
einhver viðmið um orðaforða fyrir tiltekin stig í náminu; til dæmis við lok 8. og 10.
bekkjar grunnskóla, eftir fyrsta ár og eftir síðasta skylduáfanga í framhaldsskóla. Þar
sem tíðniorðalistar eru nú þegar til ætti það að auðvelda verkið.
75