Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 104
HVERT E R SOGUÞEKKING SOTT? lega um kreppuna og síðari heimsstyrjöldina og tekið skýrt fram að á íslandi hafi kreppan verið leyst með hernámi Islands í síðari heimsstyrjöldinni (Gunnar Karlsson, 1988:99-110). En eins og sjá má á töflu 3 tókst aðeins fjórðungi íslensku þátttakend- anna að setja kreppuna og heimsstyrjöldina í rétta röð. Auk þess hefur komið í ljós í könnun Braga Guðmundssonar á lesefni í sögu í skólunum að verulegur misbrestur var á að þriðja heftið af Sjálfstæði íslendinga væri lesið. Hann fékk að vísu aðeins svör frá 15 skólum um þetta, en í fjórum þeirra, rúmum fjórðungi, var bókin ekki notuð og ekki að sjá að nemendur hefðu fengið neina heildstæða kennslu í Islandssögu 19. eða 20. aldar (Bragi Guðmundsson, 1999:18). ÁLYKTANIR Hvaða lærdóma má svo draga af þessu? í fljótu bragði má láta sér detta í hug tvær hugsanlegar ályktanir. Önnur er sú að skólinn sé vafalaust gott tæki til að kenna greinar sem einkum ná árangri í leikni og tækni: móðurmál, útlend tungumál, stærð- fræði, tónlist og handavinnu, en hann sé ekki sérstaklega virkt tæki til að kenna þekk- ingaratriði eins og hér er spurt um. Nú er lokamarkmið sögunáms vissulega ekki eingöngu þekking, heldur leikni og viðhorf af ýmsu tagi sem varla þarf að skýra á þessum vettvangi. Samt er þekking óneitanlega meðal mikilvægra markmiða þess, auk þess sem mér finnst ólíklegt að nemendur þroski leikni sína eða viðhorf mikið í sögunámi ef þeir bæta ekki verulega við þekkinguna, að minnsta kosti í bili. Sé hér á- lyktað rétt er eðlilegt að uppeldisverkamenn í sagnfræði láti öðrum eftir skólana en einbeiti sér í staðinn að því að búa til fræðsluefni fyrir bókamarkað og fjölmiðla. Eitt af því sem niðurstöður söguvitundarkönnunarinnar sýna er að íslensk börn og ung- lingar læra heilmikið í sögu, og ef þau læra hana ekki í skólunum, hljóta þau nánast að hafa lært hana í bókum sem þau hafa valið að lesa sjálf, í sjónvarpi, tölvuleikjum og bíómyndum, auk þess sem þau hafa vafalaust lært í samtölum við fullorðið fólk. Kannski þarf enga sögukennslu í skólunum. Hin hugsanlega ályktunin er sú að það þurfi að taka til alvarlegrar athugunar hvort skólakerfið geti ekki bætt aðferðir sínar til að kenna sögu. Þekkingarspurning- arnar sem hér hefur verið ályktað af eru afar almennar og krefjast þess einkum að nemendur hafi yfirsýn yfir söguna á löngum tímabilum. Með hliðsjón af árangrinum hlýtur einkum að vera spurt hvort samhengið í sögunni, þróunarlínur og yfirsýn, verði hugsanlega útundan í viðureigninni við einstök minnisatriði í skólunum. En umfram allt hlýtur að vera brýnt að halda áfram að kanna málið. Fyrir rúmum tveimur áratugum skrifaði undirritaður grein í tímaritið Sögu um markmið sögu- kennslu, sögulega athugun og hugleiðingar um framtíðarstefnu. Sú grein endaði á tilvitnun í orð danska sagnfræðingsins Anders Bogh, sem hafði þá nýlega sagt: „Tiden er inde til eksperimenter og diskussioner omkring historieundervisningen, og vi má vel alle være ábne for, at det kan ende i tanker, som endnu ikke er tænkt" (Gunnar Karlsson, 1982:222). Þessar tilraunir og umræður hafa varla hafist enn. Kannski er tímabært að taka aftur upp þráðinn frá Anders Bogh. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.