Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 104
HVERT E R SOGUÞEKKING SOTT?
lega um kreppuna og síðari heimsstyrjöldina og tekið skýrt fram að á íslandi hafi
kreppan verið leyst með hernámi Islands í síðari heimsstyrjöldinni (Gunnar Karlsson,
1988:99-110). En eins og sjá má á töflu 3 tókst aðeins fjórðungi íslensku þátttakend-
anna að setja kreppuna og heimsstyrjöldina í rétta röð. Auk þess hefur komið í ljós í
könnun Braga Guðmundssonar á lesefni í sögu í skólunum að verulegur misbrestur
var á að þriðja heftið af Sjálfstæði íslendinga væri lesið. Hann fékk að vísu aðeins svör
frá 15 skólum um þetta, en í fjórum þeirra, rúmum fjórðungi, var bókin ekki notuð
og ekki að sjá að nemendur hefðu fengið neina heildstæða kennslu í Islandssögu 19.
eða 20. aldar (Bragi Guðmundsson, 1999:18).
ÁLYKTANIR
Hvaða lærdóma má svo draga af þessu? í fljótu bragði má láta sér detta í hug tvær
hugsanlegar ályktanir. Önnur er sú að skólinn sé vafalaust gott tæki til að kenna
greinar sem einkum ná árangri í leikni og tækni: móðurmál, útlend tungumál, stærð-
fræði, tónlist og handavinnu, en hann sé ekki sérstaklega virkt tæki til að kenna þekk-
ingaratriði eins og hér er spurt um. Nú er lokamarkmið sögunáms vissulega ekki
eingöngu þekking, heldur leikni og viðhorf af ýmsu tagi sem varla þarf að skýra á
þessum vettvangi. Samt er þekking óneitanlega meðal mikilvægra markmiða þess,
auk þess sem mér finnst ólíklegt að nemendur þroski leikni sína eða viðhorf mikið í
sögunámi ef þeir bæta ekki verulega við þekkinguna, að minnsta kosti í bili. Sé hér á-
lyktað rétt er eðlilegt að uppeldisverkamenn í sagnfræði láti öðrum eftir skólana en
einbeiti sér í staðinn að því að búa til fræðsluefni fyrir bókamarkað og fjölmiðla. Eitt
af því sem niðurstöður söguvitundarkönnunarinnar sýna er að íslensk börn og ung-
lingar læra heilmikið í sögu, og ef þau læra hana ekki í skólunum, hljóta þau nánast
að hafa lært hana í bókum sem þau hafa valið að lesa sjálf, í sjónvarpi, tölvuleikjum
og bíómyndum, auk þess sem þau hafa vafalaust lært í samtölum við fullorðið fólk.
Kannski þarf enga sögukennslu í skólunum.
Hin hugsanlega ályktunin er sú að það þurfi að taka til alvarlegrar athugunar
hvort skólakerfið geti ekki bætt aðferðir sínar til að kenna sögu. Þekkingarspurning-
arnar sem hér hefur verið ályktað af eru afar almennar og krefjast þess einkum að
nemendur hafi yfirsýn yfir söguna á löngum tímabilum. Með hliðsjón af árangrinum
hlýtur einkum að vera spurt hvort samhengið í sögunni, þróunarlínur og yfirsýn,
verði hugsanlega útundan í viðureigninni við einstök minnisatriði í skólunum.
En umfram allt hlýtur að vera brýnt að halda áfram að kanna málið. Fyrir rúmum
tveimur áratugum skrifaði undirritaður grein í tímaritið Sögu um markmið sögu-
kennslu, sögulega athugun og hugleiðingar um framtíðarstefnu. Sú grein endaði á
tilvitnun í orð danska sagnfræðingsins Anders Bogh, sem hafði þá nýlega sagt:
„Tiden er inde til eksperimenter og diskussioner omkring historieundervisningen, og
vi má vel alle være ábne for, at det kan ende i tanker, som endnu ikke er tænkt"
(Gunnar Karlsson, 1982:222). Þessar tilraunir og umræður hafa varla hafist enn.
Kannski er tímabært að taka aftur upp þráðinn frá Anders Bogh.
102