Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 110
NATTURUFRÆÐIN HEIMA OG I SKOLA
erfiðara en mæðurnar með að halda aftur af sér og hneigðust til að vinna sjálfir verk-
efnið. Einnig kom fram að á nokkrum heimilum hélt foreldri, venjulega faðirinn,
stuttan fyrirlestur um efnið fyrir barnið (Solomon, 2003).
SHIPS-verkefnið hefur einnig verið prófað í Portúgal og rannsókn svipuð þeirri
sem gerð var í Bretlandi var einnig gerð þar. Þessar tvær rannsóknir hafa nýlega verið
bornar saman (sjá De Lurdes Cardoso og Solomon, 2002). Niðurstöðurnar voru mjög
jákvæðar í Portúgal og mjög svipaðar niðurstöðum bresku rannsóknarinnar. Sýndu
niðurstöður í báðum rannsóknunum að leiðsögn foreldra og samvinna foreldra og
barna sem einkennist af óþvinguðum samskiptum hefur góð áhrif á nám barna og
getur verið mjög árangursrík.
SHIPS-verkefnið á íslandi
Ef litið er á náttúrufræðihluta aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 virðist SHIPS-verk-
efnið falla vel að markmiðum sem tengjast öllum þremur sviðum náttúrufræðinnar
(lífvísindum, jarðvísindum og efna- og eðlisvísindum) auk þess sem mikil áhersla er
lögð á vinnubrögð og færni. Einnig fellur verkefnið vel að markmiðum almenns
hluta námskrár sem lúta að samstarfi við foreldra. (Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúru-
fræði, 1999; Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti, 1999, bls. 44-45).
í ljósi ofangreindra rannsókna á foreldrasamstarfi í tengslum við náttúrufræði
þótti áhugavert að skoða hvernig verkefninu yrði tekið hér á landi og af þeirri ástæðu
var verkefnið þýtt á íslenslu. Markmiðið með rannsókninni hér var það sama og í
Bretlandi og Portúgal, þ.e. að kanna hvaða gildi slík vinna hefur fyrir foreldra, kenn-
ara, nemendur og skólastarfið í heild. Spurningarnar sem lagðar voru til grundvallar
eru: Eiga heimaverkefni í náttúrufræði erindi hér á landi? Hversu auðvelt er að virkja
foreldra til þátttöku? Hvernig sjá kennarar verkefnin tengjast aðalnámskrá og hvern-
ig nýtast þau í tengslum við aðra skólavinnu? Hver er ávinningur nemenda? Til að
leita svara við þessum spurningum og til að geta varpað ljósi á þessa reynslu var
leitað upplýsinga á margvíslegan hátt.
AÐFERÐ
ÞáHtakendur og framkvæmd
Fyrsta hefti SHIPS-verkefnisins var þýtt á íslensku vorið 1999 og í kjölfarið var ákveð-
ið, í samráði við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, að leita til tveggja grunnskóla í Reykja-
vík sem væru tilbúinir að prófa efnið. í upphafi var ráðgert að fá einn til tvo kennara
í hverjum árgangi (1.-7. bekk) til samstarfs en þar sem kennarar sýndu verkefninu
sérlega mikinn áhuga þá fjölgaði í hópnum og fyrsta veturinn 1999-2000 prófuðu 33
kennarar efnið með nemendum sínum. í skólunum tveimur voru fagstjórar í náttúru-
fræði fengnir til að hafa umsjón með verkefninu. Einn kennari á Vestfjörðum var
einnig fenginn til að prófa efnið með nemendum á yngsta stigi. Ætlast var til að
nemendur ynnu a.m.k. þrjú verkefni á einu skólaári og þeir hefðu eina viku til að
leysa hvert verkefni.
108