Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 115
GUNNHILDUR OSKARSDOTTIR efnin og er það í samræmi við niðurstöður Solomons. Hins vegar virtust feðurnir frekar hjálpa þegar um tæknileg verkefni var að ræða. í bresku rannsókninni tóku feður líka frekar þátt ef um tæknileg verkefni var að ræða og þeir áttu það til að taka verkið yfir og vinna það sjálfir (Solomon, 2003). Að dómi Lees og Solomons (1991) kemur þetta vel heim og saman við almenn viðmið á heimilum þar sem karlmaður- inn hefur oft meiri áhuga á tækni en konan. 1 lýsingu drengsins sem birt er í ramma- greininni hér framar (sjá bls. 111 og 112) segir hann að mamma hans spyrji spurninga eins og kennarar gera en pabbinn útskýri meira. Þó að þetta sé aðeins einstakt dæmi og alls ekki hægt að alhæfa út frá því þá kemur þetta heim og saman við niðurstöð- ur bresku rannsóknarinnar; á nokkrum heimilum hélt foreldri, venjulega faðirinn, stuttan fyrirlestur um efnið fyrir barnið. Foreldrar fundu bækur sem tengdust einu verkefninu í íslensku rannsókninni og eitt foreldri sagðist hafa farið á bókasafnið til að fá bók um efnið. Þetta átti sér einnig stað í bresku rannsókninni en þar kom fram að foreldrar fundu til bækur sem tengdust efninu til að afla sér og barninu frekari upplýsinga. Þótt þátttaka hafi verið almenn í öllum aldurshópum sýna niðurstöður að SHIPS- verkefnið höfðar frekar til foreldra barna á yngsta stigi (1.-4. bekk) heldur en eldri nemenda. Það virðist vera erfiðara að fara af stað með verkefni af þessu tagi þar sem virkja á foreldra þegar börnin verða eldri. Þá hafa foreldrar oft ekki eins mikla yfir- sýn yfir heimanám barna sinna og það sem er að gerast í skólanum. Að minnsta kosti var það raunin hér því að skil voru ekki alveg eins góð í eldri bekkjum. I nokkrum tilfellum fylltu eldri nemendurnir (í 5.-7. bekk) sjálfir út matsblaðið sem var ætlað foreldrunum og sögðust hafa unnið verkefnið sjálfir og þyrftu enga hjálp. í nokkrum tilfellum vissu foreldrarnir ekki einu sinni að barnið þeirra var með heimavinnu af þessu tagi. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður bandarískrar rannsóknar sem gerð var á náttúrufræðiverkefnum, Science Kits, sem nemendur tóku með sér heim og unnu þar. Þar virtist sem heimaverkefnin höfðuðu meira til yngri nemenda grunn- skólans og foreldrar yngri nemenda virtust móttækilegri fyrir því að vinna með börn- unum sínum en foreldrar eldri nemenda (Gennaro og Lawrenz, 1992). Eins og áður hefur komið fram voru kennarar og fagstjórar almennt á þeirri skoðun að markmið, áherslur og viðfangsefni sem tekin eru fyrir í SHIPS-verkefninu falli mjög vel að markmiðum og áherslum aðalnámskrár grunnskóla 1999, bæði hins almenna hluta og náttúrufræðihlutans. Þetta átti einnig við í bresku rannsókninni en þar kom fram í viðtölum við skólastjóra að þeir voru mjög ánægðir og sögðu mikil- vægt hvað verkefnin féllu vel að markmiðum skólanámskár skólanna. Eftir að hafa skoðað úrvinnslu nemenda, setið í kennslustundum og rætt við nokkra nemendur er það skoðun mín að vinna af þessu tagi eigi fullt erindi inn í skólastarfið. Verkefnin eru ólík og sum þeirra höfða meira til barnanna en önnur líkt því sem gerist með aðra skólavinnu og verkefni. Nemendur vinna verkefnin í um- hverfi sem þeir þekkja og á þeim hraða sem þeim hentar. Samræðurnar eru ekki eins á heimilinu og í skólanum og nám sem fram fer á heimilinu er ekki eins og nám í skól- anum. Foreldrar og börn læra hvert með öðru og hvert af öðru; þetta eykur sjálfs- traust og öryggi bæði barna og foreldra (Solomon og Lee, 1992). 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.