Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 142
MAT Á SAMSKIPTAHÆFNI FJÖGURRA ÁRA BARNA
og víðsýni barna, efla kristilegt siðgæði þeirra og styrkja sjálfsmynd og getu þeirra til
að leysa mál á friðsamlegan hátt. 1 umfjöllun aðalnámskrár um leiðir að markmiðum
kemur fram að efla beri lífsleikni barna en í henni felast meðal annars færni til sam-
skipta, rökræn tjáning og lýðræðisleg vinnubrögð. Þá segir ennfremur: „Styðja þarf
börn í að virða settar reglur og gefa þeim kost á að leysa úr eigin málum og deilum
á friðsamlegan hátt. Samskipti í leikskóla þurfa að vera með þeim hætti að allir virði
rétt annarra." (Menntamálaráðuneytið, 1999:16).
Astæða þess að ég valdi að rannsaka félagsþroska og samskiptaskilning leikskóla-
barna á rætur að rekja til reynslu minnar í leikskólastarfi. A þeim árum sem ég vann
í leikskóla ígrundaði ég oft ásamt samstarfsfólki mínu hvernig við starfsfólk leikskól-
ans og foreldrar barnanna gætum aðstoðað þau við að verða færari í samskiptum.
Reynslan hefur kennt mér að samskipti barna í leikskóla geta verið fjölbreytt - allt frá
því að barn sýnir einstaka færni og til þess að fram koma vísbendingar um að barn
eigi eftir að kljást við samskiptaörðugleika síðar í lífinu. Því þótti mér athyglisvert að
skoða birtingarform félagsþroska leikskólabarna og skoða hvar íslensk leikskólabörn
eru stödd í samskiptahæfni samkvæmt stigum félagsþroska sem sett hafa verið fram
af erlendum vísindamönnum (Kohlberg, 1981; Selman og Schultz, 1990; DeVries og
Zan, 1994).
Rannsóknin' fór fram í tveimur leikskólum, tilraunaleikskóla og samanburðar-
skóla. Upphaflegt markmið rannsóknarinnar var að skoða annars vegar hvar börn á
fimmta ári eru stödd í félagsþroska og hins vegar hvort unnt sé að auka samskipta-
hæfni barna í tilraunaleikskóla með breyttum vinnubrögðum sem leggja áherslu á
aukið sjálfræði þeirra. Markmið þetta var ekki að öllu leyti raunhæft og því tókst ekki
að sýna fram á marktækan mun barna í tilraunaskóla og samanburðarskóla. í ljósi
þess að ekki reyndist marktækur munur á samskiptahæfni barnanna samkvæmt
þeim mælingum sem lagðar voru fyrir er hér fjallað sameiginlega um niðurstöður úr
báðum leikskólum.
Almenn skilgreining hugtaksins félagsþroski er sá hæfileiki einstaklings í sam-
skiptum við aðra að geta uppfyllt eigin langanir án þess að ganga á rétt annarra
(Harré og Lamb, 1983:594). Selman og Schultz (1990) telja að félagsþroski feli í sér að
geta samhæft félagsleg sjónarmiö (social perspective coordination), það er hæfileiki
barns til þess að aðgreina og samhæfa eigin og annarra sjónarmið og skilja tengsl
hugsana, tilfinninga og óska beggja aðila (Selman og Schultz, 1990:6). Þau (Selman og
Schultz, 1990:7) settu fram stig í hæfni til að aðgreina og samhæfa félagsleg sjónarmið,
samskiptaskUning (interpersonal thought) sem lýtur að tengslum tjáðrar hugsunar og
þeirrar vitrænu hugsunar sem liggur þar að baki. Skoðað er hvaða aðferðum börn
beita í samskiptum við jafnaldra sína og samskiptahæfni (interpersonal understand-
ing) þeirra er metin. í þessari rannsókn var stuðst við kvarða DeVries og samstarfs-
fólks hennar (DeVries, Reese-Learned og Morgan, 1992) sem aðlagaður er að notkun
til að meta samskiptahæfni leikskólabarna og byggist á sama fræðilega grunni og
kvarði Selmans og samstarfsfólks hans (Selman,1980; Selman og Schultz, 1990).
1 Rannsóknin var M.Ed. verkefni greinarhöfundar sem lauk námi árið 2001 frá Kennaraháskóla
íslands. Leiðbeinandi var Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við KHÍ.
140