Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 143
KRISTÍN KARLSDÓTTIR
Félagslegt nám barnsins
Samkvæmt kenningum Piagets er áhugahvöt og athafnaþrá barninu ásköpuð og það
byggir upp þekkingu sína og skilning með því að vera sjálft virkt (Piaget, 1968:98).
Nám sprettur upp úr gagnvirkum samskiptum einstaklings og umhverfis (Piaget,
1968: 18-22). Þá er ekki eingöngu átt við sýnilega eða líkamlega virkni barnsins
(physical action) heldur einnig innri virkni (mental operation) (Piaget, 1968:98;
Wood, 1998:22). Piaget (1964) greindi á milli tveggja tegunda athafna þar sem barnið
öðlast tvær ólíkar tegundir þekkingar sem eiga hvor um sig uppruna í mismunandi
tegundum reynslu. Annars vegar er hér um að ræða efnislega þekkingu (physical
experience) sem byggist á því að barnið handfjatlar hlut og öðlast þannig vit-
neskjuum eiginleika hlutarins. Hins vegar er um að ræða rök-stærðfræðilega
þekkingu (logico-mathematical experience) sem er árangur vitrænnar ígrundunar
barnsins - hugmyndir þess um vensl á milli hluta en ekki áþreifanlega eiginleika
þeirra. Auk þess nefndi hann þriðju tegund þekkingar, félagslega þekkingu (social-
arbitrary knowledge), sem er þekking á hefðum og venjum samfélagsins. Þessi
aðgreining í tegundir reynslu, virkni og þekkingar á þó eingöngu við í óeiginlegum
skilningi og er fyrst og fremst ætlað að auðvelda greiningu á því ferli þegar einstak-
lingur öðlast þekkingu (DeVries og Kohlberg, 1987:20-23; Piaget, 1964:133-141).
Félagsleg þekking verður til annars vegar á sama hátt og efnisleg þekking, í gegn-
um samskipti við umhverfið og hins vegar gildir það sama um hana og um rök-
stærðfræðilegu þekkinguna, að við úrvinnslu reynslunnar fer uppbygging hennar
fram innra með einstaklingnum (DeVries og Kohlberg, 1987:20-23; Piaget, 1964:133-
141). Áhersla á innra nám barnsins eða sjálfsnám þess þýðir þó ekki að nám þurfi að
fara fram í einangrun, fremur að nám barnsins einkennist af sjálfræði þess (Piaget,
1932:404-412). Samskipti fullorðinna og barna getur annars vegar einkennst af ósjálf-
ræði (heteronomy) þegar barnið reynir að framkvæma það sem er rétt að mati hins
fullorðna. Hins vegar er um að ræða sjálfræði (autonomy) sem byggist á því að barnið
reiðir sig á eigið mat á hvað sé rétt mat og rangt (Piaget, 1932:188, 322-384).
Sjálfræði byggist á því að félagsleg tengsl fullorðins og barns einkennast af sam-
vinnu í frjálsum leik þar sem barnið byggir upp eigin siðferðisreglur. Fram fer ýmist
innri umræða þar sem einstaklingur glímir við viðfangsefnið innra með sér eða ytri
umræða, við einstaklinga úr umhverfinu. Tilgangur umræðunnar er að ákveða hvað
virðist rétt fyrir alla sem hlut eiga að máli (DeVries og Kohlberg, 1987:32, 51).
Til þess að tryggja að gjörðir barnsins einkennist fremur af sjálfræði en hlýðni við
fullorðna telur Piaget mikilvægt að barnið eigi samskipti við jafnaldra sína. Hann
leggur því áherslu á að barnið tileinki sér félagsleg samskipti í jafningjahópi (Berk og
Winsler, 1995:18, Piaget, 1932:284-302). Piaget (1932:298) taldi að ágreiningur milli
barna yrði til þess að ólík sjónarmið kæmu fram sem auðvelda barni að skilja að
félagi þess hefur aðrar hugsanir og tilfinningar gagnvart þeim vanda sem um er rætt.
Til barnsins berast upplýsingar, vitneskja um samskipti sem það vinnur úr og mynd-
ar eigin skilning á.
Samkvæmt kenningum Vygotskys (1978) er leikur mikilvægur þáttur í þróun
barnsins. Hann lagði áherslu á félagslega reynslu sem grundvallaratriði í vitrænni
141