Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 144
MAT A SAMSKIPTAHÆFNI FJOGURRA ARA BARNA
þróun barnsins en þar taldi hann hlutverkaleik mikilvægan þátt. Hann áleit hlut-
verkaleik ýta undir þróun barnsins þar sem það prófaði og æfði ýmsa þroskaþætti.
Við aðstæður í leik styðst barnið við ímyndunaraflið og lærir þannig að framkvæma
eftir eigin hugmyndum en ekki aðeins að svara ytri áreitum (Vygotsky, 1978; Berk,
2000:262).
Vygotsky og margir fylgismenn hans (Lindqvist, 1999:133; Berk og Winsler,
1995:24) hafa útskýrt nánar það ferli sem á sér stað þegar barnið fær nýjar upplýsing-
ar frá umhverfinu. Barnið túlkar merkingu þess sem kemur frá hinum fullorðna
(umhverfinu) í þeim tilgangi að öðlast sinn eigin skilning (Berk, 2000:262). Áhersla er
lögð á að hinn fullorðni þurfi að laga sig að getustigi barnsins þegar hann leiðbeinir
því og á meðan á leiðbeiningarferlinu stendur (scaffolding) (Berk, 2000:261; Berk og
Winsler, 1995:26; Wood, 1998:99). Þegar tveir einstaklingar takast á við sameiginlegt
verkefni með því að byggja upp sameiginlegan grundvöll til samskipta þar sem hvor
um sig aðlagar sig sjónarhorni hins, mótast ný, sameiginleg þekking (intersubjec-
tivity/co-construction) (Berk, 2000:261). Félagslegt nám eins og Piaget (1968), Vy-
gotsky (1978) og DeVries og Kohlberg (1987) lýsa því er undirstaða félagsþroska og
samskiptahæfni.
Félagsþroski og samskiptahæfni
Þær hugmyndir sem stuðst er við í þessari grein um aðferðir til að efla félagsþroska
og samskiptahæfni byggjast á kenningahefð um félags- og siðgæðisþroska. Kohlberg
(1981:17-22) þróaði kenningar sínar út frá kenningum Piagets um þróun vitsmuna-
þroskans og skilgreindi ákveðin þrep siðferðisþroska sem hann taldi að siðgæðisvit-
und fólks þroskaðist eftir. Stigin einkennast af eðli röksemdanna sem einstaklingur-
inn beitir til að styðja skoðanir sínar á því hvað sé rétt.
Kohlberg áleit að besta leið skólans til þess að veita nemendum siðferðisuppeldi
(moral education) væri að kenna réttlæti sem hluta af almennum mannréttindum
(Justice, in turn, is a matter of equal and universal human right). Hann sagði réttlæti
ekki vera reglu eða samsafn reglna, heldur siðferðislögmál (principle) sem felur í sér
það viðhorf að virða allar manneskjur (Kohlberg, 1981:37-40).
Carol Gilligan (1982:18-23) gagnrýnir siðferðisþroskakenningar Kohlbergs og
telur að taka þurfi mið af réttlætissiðferði annars vegar og umönnunarsiðferði hins
vegar. Hún segir að siðferði byggt á réttlæti einblíni á reglur, réttindi og sjálfræði, það
feli ekki í sér það siðferði sem einkennir stúlkur. Hún telur að siðferði sem byggt er á
umönnun fjalli um ábyrgðarkennd og það að forðast að misnota eða særa aðra. Sið-
ferði umönnunar tengist því að líta á sjálfan sig sem tengdan félagslegri heild
(tengslaneti) en siðferði réttlætis tengist því að líta á sjálfan sig sem sjálfráðan einstak-
ling án þess að taka mið af eigin tengslum í félagslegri heild (Gilligan og Attanucci,
1988:73-77; Turiel, 1998:881-883; Kurtines og Gewirzt, 1995:84-90). Gilligan (1982)
telur að umönnunarsiðferði og réttlætissiðferði sé jafnmikilvægt fyrir félags- og sið-
ferðisþroska einstaklinga.
Robert Selman er bandarískur klínískur sálfræðingur sem hefur ásamt samstarfs-
fólki unnið að rannsóknum á sviði félags- og siðferðisþroska í meira en þrjá áratugi.
Selman og Schultz (1990) gera greinarmun á félagslegri færni („interpersonal thought"
142