Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 149

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 149
KRISTÍN KARLSDÓTTIR Greining gagna Rannsakandi og aðstoðarmaður skoðuðu myndbandsupptökur, flokkuðu hegðun barnanna og mátu stig samskiptahæfni í tilraunaleikskóla og samanburðarleikskóla. Stuðlað var að breyttum vinnuaðferðum og flokkun á hegðun barnanna í báðum skólum endurtekin níu mánuðum síðar (ABA Design) (Gall, Borg og Gall, 1996:525). Sú nálgun sem var valin er megindleg en felur einnig í sér túlkandi þátt. Mynd- bandsupptökur voru skoðaðar og hegðun barnanna, orð þeirra og æði var skráð nokkuð nákvæmlega. Þessar upplýsingar um hegðun barnanna voru flokkaðar sam- kvæmt flokkunarkerfi DeVries og félaga (DeVries, Reese-Learned og Morgan, 1992) og reiknaður út hundraðshluti flokka hegðunar þeirra á hverju hinna þriggja stiga (stig 0, 1 og 2). Flokkunin byggir á persónulegu mati, upplifun og tilfinningu þess sem rannsakaði. Matið felst í því að lesa í tákn (semiotic), skoða hegðun barns og finna þannig vísbendingar um þá hugsun sem liggur að baki hegðun þess. Að flokk- un lokinni var niðurröðun flokka einstakra barna skoðuð í leit að áhugaverðum at- riðum eða vísbendingum um hegðunarmynstur barna (Feldman, 1995:51-53). Urvinnsla gagna í þessari rannsókn byggir flokkunin ekki aðeins á atferli eða töluðum orðum, heldur þarf einnig að taka mið af sálfræðilegu mati byggðu á tóni raddarinnar eða annarri óyrtri hegðun. Auk þess þarf stundum að taka mið af því samhengi sem atvikið á sér stað í, til dæmis því sem gerðist á undan eða á eftir (DeVries, Reese-Learned og Morgan, 1992;16). Flokkunin í þessari rannsókn krefst því tíma til ígrundunar. Að flokkun lokinni var reiknað út í hversu mörgum prósentum tilvika flokkun rannsak- anda og aðstoðarmanns voru samhljóma (Inter-observer reliability). Heildarfjöldi flokkaðra viðbragða var 2609. I 2281 skipti notuðu þeir sömu flokkun áður en til sam- anburðar kom. Rannsakandi og aðstoðarmaður voru því í 87% tilvika sammála um flokkunina. Talin voru saman öll flokkuð viðbrögð barnanna og reiknað út hundraðshlutfall hegðunar barna á stigum 0, 1 og 2. Reiknað var út hvort marktækur munur væri á dreifingu hegðunar á stigin þrjú, frá fyrri til síðari upptöku og á rnilli skóla. Notað var kí-kvaðrat, tölfræðipróf sem ákvarðar hvort marktækur munur er á tíðnidreif- ingu innan stiganna þriggja í fyrri og síðari upptöku. Mælt er með því að nota kí- kvaðrat útreikninga þegar skoða á lítið safn af gögnum (Gall, Borg og Gall, 1996:156; Swinscow, 1981:43). Til að kanna hvort marktækur munur væri á tíðni hegðunar barna á stigi 0,1 og 2 í janúar annars vegar og september hins vegar, var beitt t-prófi tveggja háðra úrtaka til að kanna hvort marktækur munur fyndist á tíðni stiganna með níu mánaða millibili. Loks voru gögnin skoðuð nánar í þeim tilgangi að fá mynd af því hvernig félags- þroski barna á fimmta ári birtist. Skoðuð var algeng og sjaldgæf hegðun hjá öllum börnunum og hjá hverju barni fyrir sig. Auk þess voru skoðaðir flokkar hvers barns fyrir sig með það í huga hvort greina mætti mynstur í hegðun barnanna. 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.