Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 70
iðunn Niðursuða í heimahúsum. Weck er nafn á verksmiðju í Þýskalandi, sem býr til tæki, sem ætluð eru til niðursuðu í heimahúsum. Það eru aðallega glös, með glerloki og gúmmíhring í milli. Þegar matur- inn (kjötið eða kæfan) er komið í glasið, er það soðið í þar til gerðum potti, og festist þá lokið á af sjálfu sjer. Þessi niðursuðutæki eru sem óðast að ryðja sjer til rúms í heim- inum, því þótt þau sjeu nokkru dýrari en dósir í byrjun, þá verða þau mun ódýrari í notkun, því sömu glösin má nota árum saman. Kostnað- urinn við að gera við dósir og loka þeim hverfur úr sögunni og auk þess er það eitt- hvað hreinlegra að geyma mat í slíkum gler-, ílátum, en blikkdósum sem hætt er við ryði. I slíkum glösum má geyma sem nýtt, hvað sem vera skal, jafnt kjöt og kæfu, sem fisk, ávaxtamauk og rjóma, hvort heldur er í langan eða skamman tíma. Þessi Weck niðursuðuglös voru allmikið notuð hér í Reykjavík í haust og reyndust ágætlega. Má því búast við mikilli sölu hér næsta haust, en ennþá meiri þægindi ættu slík glös að vera utan Reykjavíkur, ekki síst til sveita, þar sem niðursuðu verður naumast komið við á annan hátt. En athugið, að margskonar niðursuðu glös eru til, en Weck eru þau langbestu og þau einu sem hafa rétta lögun fyrir kjöt og kæfu og fást aðeins í Liverpool.

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.