Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Síða 4

Ægir - 01.02.1944, Síða 4
34 Æ G I R bundið, að greina sundur hinar ýmsu or- sakir og afleiðingar þeirra, en það verður þó skjótt Ijóst, að meginorsökunum má skipa í tvo flokka, sem aðgreina má með nokkurri nákvæmni. Það eru fyrst þær hækkanir, sem stafa af utanaðkomandi og okkur óviðráðanlegum orsökum og' í öðru lagi þær, sem stafa af innanlands ástæðum, þ e. a. s. hækkunum á innlenda hluta vísi- lölunnar. Ef heildarhækkun þeirri, sem orðið hefur á útgerðarkostnaði frá því á vetrarvertíð 1942 til ársloka 1943, er skipt í tvo flokka, eins og skýrt var frá hér á undan, kemur í ljós, að langsamlega mest- ur hluti hækkunarinnar stafar af innan- landsástæðum, en aðeins lítill hluti af utan- aðkomandi orsökum. Eftir því sem næst verður komist, mun hækkun útgerðar- kostnaðarins á línuútgerð, ef miðað er við sunnanverðan Faxaflóa, hafa numið á um- ræddu tímabili, einhversstaðar nálægt 35%. Hækkanir af utanaðkomandi orsök- um munu nema aðeins milli 8 og 9%, en 26—27% af innlendum orsökum einum. Það skal strax tekið fram, að nokkrum erfiðleikum er bundið að greina sundur hinn innlenda og erlenda hluta visitölunn- ar, en skipting sú, sem hér er byggt á, mun sennilega sýna hinn erlenda hluta hennar of lágan, en munurinn er þó hverf- andi lítill. Það leynir sér eigi, hvar megin orsakar þeirrar hækkunar á útgerðarkostn- aðinum, sem orðið hefur á fyrrnefndu tímabili, er að leita. Dýrtíðaraukningin inn- anlands, sem að langmestu leyti stafar af innlendum orsökum, á þar drýgstan þátt- inn. Ef litið er á afurðaverð, og þær aðstæð- ur, sem það skapa, þá verður fljótt Ijóst, að lítil von muni vera til þess að hækkun á því geti aftur skapað samræmi við hinn hæltkaða og hækkandi kostnað. Það virðist nú bert orðið, að þar verður vart lengra komist, enda hljóta að vera fyrir því ein- hver takmörk, hve hátt afurðaverðið geti orðið. A. m. k. mun óhætt að gera ráð fyrir því, að þeim takmörkum sé náð í þetta skipti, og haga beri sér samkvæmt því, en það þýðir, að færa verður niður fram- Jeiðslukostnaðinn til samræmis við verðið á afurðunum. Hér hefur verið sýnt fram á, að meginhlutinn af hækkun framleiðslu- kostnaðarins Undanfarin 2 ár stafar of olck- ar eigin heimatilbúnu dýrtíð, og ef nokluir von á að vera til þess að unnt verði að reka útgerð á íslandi í framtíðinni, verður því að vinna bug á dýrtíðinni. Fjárhagsleg afkoma þjóðarinnar veltur á því, hvernig þeim aðil- um, sem tekið hafa að sér að leysa það vandamál, tekst að finna lausn á því. 1. Útgerð og aflabrögð. Þátttaka í útgerðinni á árinu 1943 var minni en árið áður, en þó hafði hún enn farið minnkandi frá árinu 1941 (sbr. töflu I). Ástæðurnar fyrir þessari minnkandi þátttöku voru þær sömu og árið áður, sem sé mikil eftirspurn eftir vinnuaflinu í landi og hærra kaup en útgerðin gat borið og setuliðsþjónusta báta, sem þó fór mjög rninnkandi, þegar leið á árið. En auk þess- ara tveggja ástæðna má vafalaust telja þá þriðju, sem sífellt gerir nú meira vart við sig, en það er vélbilanir og skortur á vara- hlutum og' nýjuin vélum. Um tölu þeirra háta, af ölluin stærðum, sem orðið hafa að liggja aðgerðarlausir lengri eða skennnri tíma af árinu af þessari ástæðu, er ekki vitað, en þeir munu vera æði margir. Botnvörpungarnar voru allir gerðir lit á árinu og ílestir meiri hluta ársins. Þó hófst útgerð þeirra ekki almennt fyrr en komið var fram í febrúar, en þá var lokið siglinga- stöðvun þeirri, sem hófst seint á árinu 1942 og getið var um í yfirlitsgrein í 1. tbl. Ægis 1943. Línugufuskipum fer enn fækkandi, þeim sem gerð eru út til annarra veiða en síld- veiða, um hásíldveiðitímann fyrir Norður- landi. Nokkur þeirra stunduðu þó isfisk- flutninga einhvern tíma af árinu. Otgerð mótorbáta yfir 12 rúml. var, eins og áður, mest á vetrarvertíðinni, fram i maí, en þeim fækkaði aftur í júní, því þá liggja margir hinna stærri báta þar til síld-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.