Ægir - 01.02.1944, Qupperneq 8
38
Æ G I R
Til ýsurannsókna hefur verið safnað við-
tækari gögnum en nokkurt annað ár. Sam-
tals voru mæidar 27 337 ýsur, en kvörnum
safnað til aldursákvarðana á 2 770. Það
liefur ekki ennþá enzt tími til þess að
vinna úr þessuin efniviði, nema að mjög
litlu leyti, en þó er óhætt að fullyrða, að
árangurinn frá 1936 er ennþá mikils virði.
Síðastliðið ár hólaði talsvert á 3 vetra ýsu
(árg. 1939), en sá árgangur hefur ekki
reynzt jafnsterkur í ár og búast hefði mátt
við. Einnig verður að taka það til greina,
að ýsustofninn hefur vaxið mjög síðustu
tvö árin og því er ekki eins mikið komið
undir styrkleika árganganna eins og með-
an hann var veikari.
Á Siglufirði voru mældar 4 725 síldar og
reyndist meðallengdin nokkuð hærri en
venjulega, en það stafar af hærri aldri síld-
arinnar þetta ár, en áður. Meðallengdin
var 35.12 cm, en er vanaiega 34.94 cm.
Mryggjarliðir voru taldir í 3500 síldurn og
var meðaltala þeirra 57,075, einnig nokkuð
yfir meðallag. Þá var ákvarðaður aldur á
3 184 sildum og varð úkoma þeirra rann-
sókna þessi: Meðalaldurinn var 12,2 ár, eða
0.7 árum yfir meðallag. Hæst bar 11 vetra
sildina, því að hún nam 24.8%. 13 vetra
síldin gekk næst henni með 20.8%, en þetta
voru sömu árgangarnir (1930, 1932) og
slerkastir höfðu verið sumurin áður. Loks
reyndist 9 vetra síklin vel, en hún nam
9.9%. Þessir þrír árgangar, frá 1930, 1932
og 1934 hafa þá skapað 55.5% síldveiðinn-
ar, enda þótt 20 aldursflokkar fyndust í
stofninum.
Þá voru mældar 944 síldar, sem veiðzt
höfðu í Faxaflóa í ágúst og október. Eins
og venja er til, var meðallengdin miklu
minni en á Norðurlandssíldinni, hún reynd-
ist 33.50 cm, enda er hér að ræða um allt
annan stofn. Aldursrannsóknir á 896 síld-
um leiddu í ljós, að langmest ber á 5 vetra
síld, en annars var aldurinn 5—12 ár, með-
alaldur 6.5 ár.
Rannsakaðar voru 1370 síldarmagar úr
Siglufjarðarsíldinni og' reyndist átumagnið
þannig: Um miðjan júli var átumagnið 9.7
ccni, síðast í júlí 9.4, fyrst í ág. 7.6, um
miðjan ág. 19.3 og síðast ág. 11.4 ccm.
Meðalátan allan tímann reyndist 10.6 ccm
og er það meira en nokkurt annað ár.
Loks má geta þess, að fiskideildin hefur
sent frá sér tvær ritgerðir eftir mag. Á.
Friðriksson, er önnur um beitusmokkinn,
cn hin um loðnuna. Birtust báðar í 25 ára
minningarriti Vísindafélags íslendinga.
Skrifstofa fiskifélagsins veitti móttöku
13 fiskmerkjum á árinu. Voru það allt
merki úr þorskum. Höfðu þorskarnir allir
verið merktir við Vestur-Grænland á árun-
um 1937—1939. Veiddust 8 þeirra í Faxa-
flóa og' við Suðurlandið, 3 við Austfirði og
2 við Vestfirði, allir á tímabilinu febrúar
—júni.
a. Sunnlendingafjórðungur.
Þátttaka í útgerðinni í Sunnlendinga-
ljórðungi var yfirleitt svipuð 1943 og árið
áður og í sumuin mánuðum ársins jafnvel
nokkru meiri (sbr. töflu III). Einkum átli
það við seinni hluta ársins.
Togararnir voru flestir gerðir út meiri
hluta ársins, svo sem áður var getið.
Veiddu þeir í ís og' sigldu með aflann
sjálfir, að undanteknum nokkrum skipum,
sem fóru n’okkrar ferðir og seldu afla sinn
í fiskkaupaskip.
Þau fáu línugufuskip, sem enn eru i
fjórðungnum, voru ekki gerð út nema
nokkurn hluta ársins. Voru þau í ísflutn-
ingum fyrri hluta ársins og á síldveiðum
um sumarið.
Flest skipin í fjórðungnum eru mótor-
hátar yfir 12 rúml. Voru þeir flestir gerðir
út á vetrarvertíðinni og svo aftur á sild-
veiðar um sumarið. Framan af vertíðinni
voru þeir þó mun færri gerðir út en árið
áður, þar eð margir þeirra fóru ekki á
veiðar með lóð, heldur með botnvörpu, en
þær veiðar hefjast að jafnaði ekki fyrr en
liður á vertíðina. Þegar leið á haustíð og
undir áramótin voru aðeins fáir þeirra
gerðir út, enda fer þá að jafnaði fram und-
irbúningur undir vetrarvertíðina. Útgerð
mótorbáta undir 12 rúml. var með svipuð-