Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1944, Page 11

Ægir - 01.02.1944, Page 11
Æ G I R 41 Keflavík var íneðalafli bátanna talinn um 1200 skj)d., og er ])að óvenju mikið. Að lokinni vetrarvertíðinni fóru allmarg- ir bátar, sem höfðu stundað línuveiðar á vertíðinni, á dragnóta- og botnvörpuveiðar. Eins og áður seg'ir, voru þessar veiðar mest stundaðar frá Vestmannaeyjum. Aflabrögð ’soru yfirleitt léleg um sumarið, en glædd- ust nokkuð, er kom fram í september, en þá voru gæftir stirðar. Þegar leið á haust- ið, varð aftur tregur afli. í Faxaflóa voru léleg aflabrögð í botnvörj)u og dragnót um sumarið, en í botnvörpu aflaðist sæmilega í sejitember, en tíð var þá stirð til sjósókn- ur. Bátar, sem stunduðu veiðar með línu seinast um haustið frá veiðistöðvum við Faxaflóa, fengu sæmilegan afla, þegar gaf á sjó. Svipað er að segja um aflabrögð yfir sumarið í veiðistöðvunum á Snæfellsnesi og annars staðar í fjórðungnum. Um haust- ið var afli þó talinn dágóður í dragnót frá Ólafsvík og á línu frá Stykkishólmi. Veiddist t. d. mikið af stórri lúðu á báta frá Stykkishólmi um haustið og framan af vetrinum. Afli í reknet var talinn ágætur í Faxaflóa um sumarið og fram á liaustið, on færri bátar stunduðu þó þær veiðar en árið áður. Yfirgnæfandi meiri hluti aflans í fjórð- ungnum var sem fyrr seldur nýr til út- Uutnings ísvarinn. Þó tóku frystihúsin \áð alhniklu magni og fór það vaxandi, þar £emi húsunum fjölgaði og afkastageta hinna eldri var aukin. Var fiskútflutn- ingnum hagað eins og árið áður. Hverf- andi litill hluti aflans var að þessu sinni verkaður í salt. Lifrarfengur á vetrarvertíðinni var víð- ast hvar að þessu sinni nokkru meiri en árið áður, og stafar það beint af því, að allamagnið varð mun meira. Hins vegar mun fiskurinn hafa verið minna lifraður on aður, eða svo sýna lifrarmælingar þær, sem gerðar voru á Akranesi og í Keflavík, en annars staðar voru slíkar mælingar <?kki gerðar að þessu sinni. Sýndu mælingar á Akranesi eftirfarandi: Úr 600 kg af fiski fengust: 1. og 2. febr. . 72 fiskar 40 ltr. lifur 4. marz . 86 — 37 — — 15. rnarz . 94 — 34 — — 1. apríl . 98 — 30 — — 15. apríl . 86 — 29 — — Mælingarnar, sem gerðar voru á fyrra ári á sama eða svijmðum tíma, sýndu allar meira lifrarmagn, nema sú fyrsta, sem sýndi hið sama. Lifrarmælingar í Keflavik sýndu eftir- farandi: Úr 600 kg af fiski fengust: 7. jan ... 34 ltr. lifur 15. jan ... 37 — — 2. febr ,... 43 — — 28. febr ... 41.5 — — 15. marz ,.. . 40,5 — — 28. marz .. . 35,5 — — 15, apríl ... 35 — — 30. apríl .. . 26,5 — — 15. maí ... 21 — 29. maí ... 20 — — Ef borið er saman lifrarmagnið á fyrra ári, þá kemur í ljós, að framan af vertíð- inni mun það hafa verið heldur meira, en svipað þegar leið á seinni hlutann. b. Vestfirðingafjórðungur. í töflu V er yfirlit yfir þátttöku hinna einstöku skipaflokka í fiskveiðunum í hverjum mánuði ársins 1943. Botnvörpungar voru þeir sömu í fjórð- ungnum og árið áður, og voru þeir allir gerðir út meiri hluta ársins. Línugufuskip var nú aðeins eitt í fjórð- ungnum, og var það gert út allan fyrri- hluta ársins og á síldveiðar um sumarið. Útgerð vélbáta yfir 12 rúml. var með svipuðum hætti og árið áður, mest fyrri hluta ársins og um sumarið, en fór minnk- andi, er leið á haustið. Öðru máli gegndi um vélbáta undir 12 rúml. Voru þeir miklu færri, sem gerðir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.