Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1944, Qupperneq 17

Ægir - 01.02.1944, Qupperneq 17
Æ G I R 47 Taíla XI. Þátttaka í síldveiðinni 1942 og 1943 (herpinótaskip). 1943 1942 c ,0 c « 5 ‘C £ 2« C5 Om « 2 ‘3 £ « c. rt C. Tcgund skipa 03 •“ H lr. £ o — u- ci 'Z H Tc a u H ~x. 22 C H « rt o Hotnvörpuskip i 200 22 í 4 1394 108 4 Línugufuskip 12 1541 223 12 9 1247 175 9 Mótorskip 120 5811 1688 104 100 4407 1411 87 133 7552 1933 117 113 7048 1694 100 2. Síldveiðin. Eins og undanfarin ár voru samningar gerðir um sölu á bræðslusíldarafurðunum fyrir árið 1943, og var þeim lokið í maí- mánuði. Fékkst hækkun á síldarlýsisverð- inu, sem nam um 11,5%, en mjölverðið var svipað. Þrátt fyrir þessa hækkun á af- urðaverðinu treystust verksmiðjurnar eigi til að liækka síldarverðið frá árinu áður, en þá var það kr. 18.00 pr. mál. Hafði kaup- gjald og annar tilkostnaður við framleiðsl- una hækkað svo mjög, vegna hinnar auknu dýrtíðar, að sú hækkun gleypti alla af- urðahækkunina. Nokkur ágreiningur varð um það innan verksmiðjustjórnarinnar, svo og milli atvinnumálaráðherra og meiri hluta verksmiðjustjórnarinnar, hvaða verð skyldi ákveða á síldinni um sumarið. Varð endanlega úr, að bræðslusildarverðið skyldi vera kr. 18.00 fast verð, en kr. 15.30 pr. niál, ef tekið væri til vinnslu og síðar upp- hót á það eftir því hver afkoma verksmiðj- anna yrði. Enda þótt verðið hækkaði ekki frá árinu aður, varð þátttakan í síldveiðunuin mun meiri en þá (sbr. töflu XI). Voru skipin að þessu sinni 133 og næturnar 117, en á fyrra úri 113 og 100. Að þessu sinni var aðeins einn togari á síldveiðum, en 4 árið áður. Eínugufuskipin voru nokkuð fleiri og sömuleiðis mótorskipin, sem voru eins og aður langflest. Rúmlestatala skipanna var þó hlutfallslega ekki eins mikið meiri en arið áður, vegna þess að fjölgunin varð ein- göngu á hinum smærri skipum. Aflabrögð á síldveiðunum voru með þvi hezta sem komið hefur. Þó var veðurfar með afbrigðum stirt og gerði það mönnum mjög erfitt fyrir við veiðarnar. Auk þess voru straumar oft óvenju strangir og síld- in oft mjög grunnt, svo að venjulegum herpinótum varð ekki komið við, en nota varð grunnnætur, en slikan útbúnað höfðu þó ekki öll skipin. Fyrsta herpinótasíldin mun hafa veiðzt um 6. júlí, en verksmiðjurnar hófu mót- töku 8. júlí. Var veiði jöfn allt sumarið, en tíð úrtök sakir óhagstæðs veðurs. Stóðu veiðarnar venju fremur lengi að þessu sinni, héldu flest skipin út þar til fram undir miðjan september. a. Bræðslusíldaraflinn. Aflamagnið í bræðslu nam yfir sumarið 1 895 395 hl, og var það um 23% meira en árið áður (sbr. töflu XIII). Mun það vera þriðja inesta aflasumar, sem komið liefur, en meira var það árin 1940 og 1937, i hæði skiptin yfir 2 millj. hl. í töflu XI A er sýnt aflamagn þeirra skipa, sem síldveiðar stunduðu, svo og meðalafli hvers skipaflokks. Hefur meðalafli allra skipaflokkanna, nema línugufuskipanna, orðið meiri að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Á þessu sumri fékkst einnig' mesti afli, sem nokkru sinni hefur fengizt á eitt skip hér við land á síldveiðum svo vitað sé, 30 353 mál, en það samsvarar rúml. 4000 smál. Af 16 síldarverksmiðjum voru 11 starf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.