Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1944, Qupperneq 43

Ægir - 01.02.1944, Qupperneq 43
Æ G I R 73 í>agt munu báðar þessar þjóðir leggja á- berzlu á að fullnægja eins raiklu af neyzlu- þörf sinni og þær geta. Sumir gera sér þó vonir um markaðsauka á þann veg, að héð- an verði hafinn útflutningur á nýjum fislci í flugvélum, en með því móti megi koma fiski svo að segja daglega á markaðinn. Það er ekki ósennilegt að þetta verði reynt, en við það kemur þó ýmislegt til athugunar. L'mbúðir og fliitningskostnaður verður 'afalaust miklu hærri en með skipum, og því getur varla komið til greina að annað en verðmætustu tegundir fisks verði flutt þannig, eins og t. d. alls konar flatfiskur. Auk þess er naumast hægt að gera ráð fyrir, að þessi útflutningur geli orðið, um langa framtíð, nema frá takmörkuðu veiðisvæði í nágrenni við flugvöll og þá líklega aðeins frá Faxaflóa, Og' svo er enn eitt. Ætli neyt- endur leggi svo mikla áherzlu á að fá fisk- inn alveg nýjan, að þeir vilji þess vegna greiða miklu hærra verð fyrir hann. Það er vert að athuga, að munurinn á tímalengd, sem fer til fiutningsins héðan á þenna hátt og á skipum frá Danmörku, er ekki mikill. F,n fyrir ófriðinn varð sú raunin á, að verð- munurinn á dönskum og íslenzkum fiski, var að jafnaði ekki mikill í Bretlandi. Ég held að rétt sé að gera sér ekki vonir um verulegan markaðsauka með þessu móti. En hins vegar er ekki nein fjarstæða að búast við þvi, að þetta geti orðið að notum og sjálfsagt er að reyna það. Flestir líta svo á, að i framtíðinni verði mestur hlutinn af fiski héðan fluttur út hraðfrystur. Þetta er lika mín trú, en ég hcld, að það eigi enn þá langt í land, að þessi markaður sé nægilega tryggur fyrir stórútflutning. Þrátt fyrir það, að við erum uú færir um að framleiða þessa vöru í þvi nær öllum veiðistöðvum á landinu, höfum við, enn sem komið er, ekki fengið teljandi markað fyrir freðfisk nema i einu landi. Og fyrir ófriðinn var salan þangað ekki mikil, að minnsta kosti ekki ef miðað er við framleiðslugetu okkar nú, en hún mun nú nálgast það að vera um 50 þús. smál. á ári. Hinsvegar er ástæða til að ætla, að möguleikar séu til sölu annars staðar en í Bretlandi, en það er engan veginn víst, að þeir möguleikar verði að notum svo fljótl, sem okkur væri þörf á eða miklar sölur tryggðar strax að ófriðarlokum. Síðast liðið ár voru frvst hér um 15 þús. smál. af alls konar fiski, og er það að fisk- magni samsvarandi þriðjungi af saltfisk- framleiðslunni fyrir slríð, þegar miðað er við meðaltal 5 síðustu áranna á undan. Útflutninginn til Bretlands nú, má vafa- laust telja stríðsfyrirbrigði að verulegu leyti, og því fremur óvíst, hvað verða kann um sölu þangað að ófriðnum loknum. Þó er það vafalaust, að neyzla á þessum fiski hefur aukizt meðal Breta þessi ár og nokk- urnveginn víst, að hún verði framvegis jneiri en hún var fyrir 4—5 árum, án þess að nokkurt óvenjulegt ástand komi til, enda var útflutnirigurinn 1929 ekki nema 2500 smál. Menn, sem eru kunnugir þessum mál- um, ségja þó, að eftirspurn eftir hi-aðfryst- um fiski sé sem stendur fullt eins mikil í London, eins og eftir ísuðum fiski, en bæta því við, að þetta muni að verulegu leyti vera af því, að ísaði fiskurinn er oft orð- inn slæmur og miklu verri en á friðartim- um. Og með tilliti til framtíðarhorfa má ekki gleyma því, að Bretar eru taldir nokk- uð ihaldssamir og seinir að taka upp nýjar venjur. Það þarf því ekki að koma á óvart, þó neyzluaukningin á freðfiski yrði hægfara að ófriðnum loknum, þar sem gera verður ráð fyrir að þá verði einnig gnægð nýs fisks á boðstólum. Gamlar venjrir eru líf- seigar og nýjar ekki teknar upp fyrr en kostir þeirra eru orðnir þekktir og þykja ótvíræðir. Við íslendingar erum ekki á- litnir sérlega ihaldssamir, en hvernig geng- ur með sölu freðfisks hér í Reykjavík? Fisksalar segja, að hann sé lítið keyptur, el' nýr fiskur fæst. Sé aðeins um freðfisk að ræða, er mest spurt um ýsuflök, og þau laka margir jafnvel framyfir nýjan þorsk, tn sala á freðnum þorski er afar treg, þó ckkert sé á boðstólum annað. Þessi trega sala sýnir, að jafnvel hér tekur það alllang- an tima að almenriingur átti sig á, að freð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.