Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Síða 45

Ægir - 01.02.1944, Síða 45
Æ G I R 75 hvað keppinautar selja sína framleiðslu. En sölur héðan þessi undanfarin ár, eru ekki vottur um Ivstarleysi viðskiptavina okkar í Suðurlönduni. Saltfiskverkun okk- ar hefur að vísu ekki verið mikil ófriðarár- in og Bretar fengið mest af fiskinum óverk- að, en það sem hefur verið verkað, hefur selzt fyrir verð, sem er sambærilegt við það, cr á sama tíma hefur fengizt fyrir nvjan fisk. Og eftirspurn um meiri verkaðan fisk cn seldur var hefur heldur ekki skort. Bæði vegna verðsins og eftirspurnarinnar hefði okkur öll ófriðarárin verið óhætt að verka fisk í miklu stærri stíl en gert var. En þetta hefur ekki orðið vegna samninganna við Breta og Bandaríkjamenn, og þó þeim hefði ekki verið til að dreifa, þá er vísast að lítið hefði verið fengizt við saltfiskverkun, þar sem bæði var hægt að losna við áhættu af verkuninni og fá skjóta greiðslu fyrir fisk- inn nýjan. Auk þess hefur skort fólk til að verka fiskinn, og siðast en ekki sízt, það i'eyndist nærri ókleift að fá fiskinn fluttan til erlendra neylenda. Það má nú liklega segja, að verð það, er fengizt hefur og eftir- spurnin, þrátt fyrir hið háa verð, séu enn eitt stríðsfyrirbrigði, en það sýnir engu að siður, að saltfisksneyzla er fjarri þvi að vera úr sög'unni. Ef hægt er að bjóða fram allar venjuleg- ar tegundir verkaðs og óverkaðs saltfisks, þá eru hér ekki hinir sömu erfiðleikar á að afla nýrra markaða eins og fyrir freðfisk- inn. Saltfiskur er gamalkunn vara og vitað, hvar markaður er fyrir hann, en því fer þó f.jarri, að alls staðar sé mögulegt að selja saltfisk. Það hefur verið reynt að selja hann í öllum lönduin Evrópu og Ameríku, en það eru ekki nema tiltölulega fá af þeim, sem kæra sig um hann. En í öllum þeim löndum, er íslenzkur saltfiskur þekktur, og við höfum þar revnd viðskiptasambönd. Því er ekki að neita, að reynsla okkar af saltfiskssölu síðustu árin fyrir ófriðinn, var allt annað en glæsileg, hvað verð snert- ir. Frjáls viðskipti voru úr sögunni bæði hér og í þeim löndum, er helzt keyptu salt- 1 fisk, og það varð að ákveða með samning- um, hvað mikið mátti flytja inn í hvert land. Um leið voru, í sumum þeirra, ákvæði sett um jafnvirðiskaup. Verðið var lágt, en þó lægst þar, sem frjáls gjaldeyrir fekkst fyrir fiskinn. Allt voru þetta erfiðleikar, sem gengu mjög nærri útgerðinni, og það er víst óhætt að segja, að útgerðarmenn eru mi ekkert hrifnir af að skipta um aftur til hinna gömlu hátta, og er það skiljanlegt, þegar allt er athugað. En eins og áður var sagt, verður ekki betur séð en að við verðum innan skamms að taka þessa framleiðslu upp að verulegu leyti og keppa við aðrar þjóðir um þessa og allar aðrar tegundir sjávarafurða. Við áltum í slíkri samkeppni fyrir ófriðinn, og við gáfumst ekki upp í henni þá. Ekki var þó vel gert við framleiðendur hér, sem greiddu útflutningsgjald af saltfiski og öðr- um sjávarafurðum, en það þekktist vist ekki annars staðar. Ríkissjóðir annarra þjóða greiddu framleiðendum uppbætur eða verðlaun fyrir útflutning eða uppbæt- ur á framleiðslu til innanlands neyzlu. Norska rikið greiddi uppbætur á hvern fisk- pakka, sem var fluttur út frá Noregi, og stundum námu uppbæturnar einar nærri eins miklu og framleiðandi fékk hér, sem fullt andvirði fyrir sinn fisk. Danir greiddu einnig uppbætur á fisk Færeyinga en þær voru ekki eins háar og þær, er norska ríkið greiddi. Tvær af þeim þjóðum, er fiskinn keyptu (Spánverjar og Portugalar), höfðu talsverða saltfiskútgerð sjálfar, en fram- leiðendurnir þar fengu greidd verðlaun úr rikissjóðum landanna, ogá Spánivoru þessi verðlaun eða uppbætur geysi háar, þegar tollfrelsi á innlendri framleiðslu er talið með. í öllum þessum löndum var þetta sjálfsagt fyrst og fremst gert til styrktar atvinnulífinu og aukningar á framleiðslu lil útflutnings, en þegar svo mikið kapp var á þetta lagt, að greiddar voru hærri upp- bætur en andvirði sjálfrar framleiðslunnar nam, þá var ekki svo undarlegt þó sumum dytti í hug, að á bak við þetta kynni líka að liggja tilraun til þess að bola óþægileg- um keppinautum burt af markaðnum. Þetta

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.