Ægir - 01.02.1944, Page 51
Æ G I R
81
Párður Óskarsson.
Sigurður Jónasson.
Signrður Bjðrnsson.
skipstjórarnir á þessuin bátum samband
sín á milli í gegn um talstöðvarnar. Og
voru skipverjar á Fylki beðnir að konia
Birni II. þegar til hjálpar, því að óðum
hækkaði sjórinn i Birni, i lúgar, lest og vél-
arrúmi. Skipverjar á Birni settu nú á sig
björgunarbelti, því að ekki var annað
sýnna en hann mundi sökkva á hverri
stundu. í þeim svifum kom Fylkir til að-
stoðar. Hellti hann olíu í sjóinn til þess að
draga úr öldunni og lagði að þvá búnu upp
með Birni á hléborða. Var bilið á milli bát-
anna 10—15 faðmar. Skipverjar á Birni
hentu nú kastlínu yfir í Fylki og síðan var
hún bundin undir höndur eins skipverjans
á Birni, er að því búnu var dreginn vfir i
Bylki. Á þennan hátt var öllum skipverj-
unum á Birni II. bjargað yfir í Fylki. Er
ætlað að björgunin hafi tekið hálftima. I
sama mund og björguninni var lokið stöðv-
aðist vélin í Birni og 10 mínútum síðar
nrarraði hann í hálfu kafi og braut á hon-
um.
Tókst björgun þessi í alla staði giftusam-
lega til undir góðri og öruggri stjórn Njáls
Bórðarsonar, skipstjóra á Fylki. Skipstjóri
á Birni II. var Ki'istinn Jónsson, er áður
var með v/b Hermóð.
Björn II. hét áður Vonin. Var hann 4ö
rúml. brúttó og hafði 80—90 hestafla June
Munktel vél. Eigendur hans voru Stefán
Franklín og Ragnar Bjarnason, útgerðar-
menn í Keflavík.
l»rír bátar farast með allri áhöfn.
Af bátum þeirn, sem reru þennan dag,
fórust þrir með allri áhöfn. Voru það vél-
bátarnir: Óðinn úr Garði og Njörður V. E.
220 og Freyr V. E. 98, báðir úr Vestmanna-
cyjum.
Með vélbátnum óðni fórust þessir rnenn:
Geirmundur Þorbergsson, skipstjóri,
Bræði'aborg, Garði, 35 ára gamall. Kvænt-
ur og átti þi'jú börn.
Þorsteinn Pálsson, vélstjóri, Sandgerði,
34 ára að aldri. Kvæntur og lætur eftir sig
4 börn.
Sigurður Jónasson, háseti, Súðavík, 21
árs, ókvæntur.
Tómas Árnason, háseti, Flatey, Skjálf-
anda, 29, ára, ókvæntur.
Þórður Óskarsson, háseti, Gerðum, 19
ái'a.
Af vélbátnum Ægi fórst Sigurður Björns-
son, háseti, Geirlandi, Miðnesi, 26 ára.
Kvæntur og átti 3 börn.
Með vélbátnum Nirði úr Vestmannaeyj-
um fórust: