Ægir - 15.12.1959, Side 40
38
ÆGIR — AFMÆLISRIT
þeirri gerð pantaði Guðmundur Jörunds-
son útgerðarmaður. Þá var og samþykkt,
að ríkisstjórnin léti smíða 30—40 fiski-
báta innanlands frá 40—70 lesta. Loks
gerðu margir útgerðarmenn ráðstafanir
á eigin spítur til þess að kaupa notuð
skip frá útlöndum og láta smíða ný handa
sér.
I ársbyrjun 1946 var von fyrstu Sví-
þjóðarbátanna hingað til lands.
í árslok 1945 var skipastóllinn þessi
1948 var viðbótin þessi:
10 togarar 6699 br. lestir
7 vélskip 904 — —
17 tals 7603 br. lestir
1949 var viðbótin þessi:
5 togarar 3021 br. lest
7 vélskip 502 — —
12 tals 3523 br. lestir
9383 br. rúml.
2832— —
3348— —
6583— —
5855 — —
Botnvörpuskip 28 tals
Línugufuskip 14 —
Vélb. yfir 100 1. 22 —
Vélb. 30—100 1. 126 —
Vélb. undir 30 1. 435 —
625 tals 28001 br. rúml.
Þessi tafla nær yfir öll skip, sem skrá-
sett eru sem fiskiskip, en nokkur þeirra
voru í raun og veru flutningaskip, svo
sem: „Hrímfaxi", „Sæfell“, Capitana",
„Hamona“ og varðskipið „Þór“.
Næsta tímabil, sem hefst með árinu
1946 var eitthvert mesta nýsköpunarbil
í sögu þjóðarinnar. Þar er endurnýjun
fiskiskipaflotans efst á blaði. Bátar þeir,
sem samið var um smíðun á í Svíþjóð,
komu flestir til landsins 1946 en á því
ári bættust þessi skip í flotann:
br. lestir
16 fiskibátar, nýsmíði innanlands 770
47 fiskibátar, nýsmíði erlendis 3430
16 notaðir bátar, keyptir erlendis 1083
79 tals
5283
Á árinu 1947 koma fyrstu 18 togar-
arnir frá Englandi, nýsmíði innanlands
og erlendis heldur áfram.
Á því ári var viðbótin þessi:
18 togarar nýsmíði erlendis 11841
3 togarar keyptir notaðir, f. útl. 1860
16 fiskibátar, smíðaðir innanl. 997
19 fiskibátar smíðaðir erlendis 1598
3 fiskibátar keyptir notaðir f. útl. 749
Rúml. 17045
Þá er lokið þeim áfanga um endurnýj-
un fiskiskipastólsins, sem gert var ráð
fyrir í lok heimsstyrjaldarinnar síðari.
Samkvæmt því, sem skráð er hér að fram-
an var viðbótin á árunum 1946—49:
36 togarar 23421 br. lest
131 vélskip 10033— —
167 tals 33454 br. lestir
Fiskiskipastóllinn í árslok 1945 var um
28. þús. br. lestir, og nemur aukningin
því nálega 120%. Á árinu 1950 var ekki
um teljandi viðbót að ræða.
Nýju fiskiskipin voru um margt frá-
brugðin hinum eldri. Einkum er stærð-
armunurinn áberandi. Meðalstærð togar-
anna er 651 lest, og er það helmingi
meira en áður var. Meðalstærð vélskip-
anna er um 77 lestir. Var þar alveg horf-
ið frá smíði smábáta, og var lestatala
nýju vélbátanna algengust frá 40—110
lestir.
Mörg nýju skipanna voru búin tækjum,
sem voru nýjung í íslenzkum fiskiskipum
og aukið í'ými í skipum skapaði mögu-
leika til þess að gera vistarverur skip-
verja stærri og vistlegri. Nokkuð var um
það deilt, hvort aflvélar togaranna ættu
að vera gufu- eða díeselvélar, en það varð
að ráði. að setja olíukyntar gufuvélar í
skipin, að undanskildum þremur, sem voru
knúin dieselvélum. Þetta var að sjálfsögðu
framför frá kolakyntu gufuvélunum.
Nú er svo komið, að alveg hefur verið
59 tals