Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 10
íslenzks réttar um það réttaratriði — févíti samkvæmt yf-
irvalds ákvörðun. Hins vegar verður hér ekki rætt um
févíti samkvæmt dómi, sbr. 2. mgr. 193 gr. eml., né heldur
um samningsvíti, sbr. t. d. 35. gr. samningal. Raunar koma
að mörgu leyti svipaðar reglur til greina um févíti, hvort
sem það er ákveðið af dómi eða yfirvaldi. 1 sumum lög-
um er og engan veginn ljóst, svo sem síðar mun að vikið,
hvort um er að tefla févíti samkvæmt yfirvalds úrskurði
eða eftir dómi.
II.
Févíti er fjárgreiðsla, sem mönnum ber að gjalda, láti
þeir undir höfuð leggjast að fullnægja tiltekinni skyldu,
er á þeim hvílir. Markmið févítis er að knýja fram efndir
eða fullnustu þeirrar skyldu. Hótuninni um févíti er ætl-
að að hafa þau áhrif á viljaafstöðu viðkomandi aðila, að
hann fullnægi skyldunni, þótt honum sé það í sjálfu sér
óljúft. Févíti er því óbein þvingunaraðgerð. Févíti hefur
einnig verið nefnt þvingunarsekt, sbr. 2. mgr. 38. gr. sveit-
arstjórnarl. Venjulega er févítið fólgið í dag- eða viku-
sektum, þ. e. a. s. yfirvald ákveður, að viðkomandi aðili
skuli greiða ákveðna peningaupphæð fyrir hvern dag eða
hverja viku, sem líður, án þess að skyldunni sé fullnægt.
Það févítis fyrirkomulag er sérlega vænlegt til árangurs.
Févíti er ekki refsing í lagaskilningi, heldur þvingunar-
ráð, þ. e. það á að þvinga mann eða knýja til að fullnægja
skyldu. Það markmið ber að hafa hugfast, þegar réttar-
reglur um févíti eru skýrðar og kannaðar. Févíti þessu má
því ekki blanda saman við refsisektir, sem yfirvaldi kann
að vera veitt heimild til að ákveða, sbr. t. d. 1. mgr. 47. gr.
skattal. nr. 46/1954 og konungsbréf frá 3. jan. 1823. Févítis
er einkum þörf, þegar um er að ræða persónulega skyldu,
sem enginn annar en viðkomandi aðili getur innt af hendi.
III.
Yfirvöld geta ekki beitt févíti, nema þau hafi til þess
beina lagaheimild. Févíti er að því leyti til sett á bekk með
refsingu. Ekki er fyrir hendi nein almenn lagaheimild til
72