Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 20
hæstiréttur hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. Á þessa nið-
urstöðu hæstaréttar má fallast. Verður að telja hana eðli-
lega, þegar litið er á févíti sem þvingunarráð. Það verð-
ur því talin regla íslenzks réttar, að févítis ákvæði í yfir-
valds úrskurði verði ekki fullnægt, eftir að skylduþegn
hefur gegnt þeirri skyldu, sem knýja átti hann til með
févíti.1) Líklega verður sama regla að gilda, þótt skyldu
sé eigi fullnægt fyrr en eftir að fjárnám hefur verið gert
fyrir févíti, en áður en sala fjárnuminna verðmæta
fer fram. Þó er sú regla alls ekki vafalaus.
Ef févíti hefur verið innheimt eða afplánað, kemur ekki
til neinnar endurgreiðslu eða fébóta, þótt skyldu sé síðar
fullnægt.
VI.
Þess er áður getið, að févíti sé ekki refsing að lögum
heldur þvingunarráð.2) Mörkin á milli þessara réttarvörslu-
athafna — refsingar og févítis — eru þó hvergi nærri ætíð
skýr. I sumum lagaboðum, sem fjalla um dagsektir er t.
d. engan veginn Ijóst, hvort átt er við refsingu eða févíti.
Fyrirmæli um févíti eru t. d. venjulega í refsiákvæða kafla
laga, ef slíkum kafla er til að dreifa.
Sá er annai-s meginmunur á refsingu og févíti, að refs-
ingin veit að hinu liðna, en févítið snýr aftur að nútíðinni
eða framtíðinni. Forsenda refsingarinnar er framið rétt-
arbrot eða tilraun til brots. Grundvöllur févítis er hins
vegar yfirvofandi réttarbrot. Refsihótunin er almenn, en
1) Sama regla er talin gilda í Danmörku, sbr. P. Andersen, tilvitnað rit
bls. 539 og 540. Sama regla virðist og gilda í Svíþjóð, sbr. Fahlbeck, til-
vitnað rit, bls. 58 og Ekelöf, Straffet, Skadestándet och Vitet, bls. 169.
2) Sbr. P. Andersen bls. 534. í Noregi hefur 96. gr. stjskr., þar sem
segir, að: ,,Ingen kan dömrnes uden eftir Lov, eller straffes uden efter
Dom‘S ekki verið talin standa í vegi fyrir því, að yfirvöld legðu á menn
févíti, sbr. Castberg: Norges statsforfatning, II bls. 225. Hurwitz kveður
févítið (Tvangsböden) vera eins konar millistig á milli refsingar og ör-
yggisráðstöfunar, sbr. Hurwitz: Kollektive Enheders pönale Ansvar, bls.
219. í bók sinni „Straffet, Skadestándet och Vitet“ gerir Ekelöf ýtarlega
grein fyrir eðli févítis.
82