Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Síða 25
VIII.
í nokkrum lögum er berum orðum ákveðið hvert févíti
skuli renna, sbr. t. d. 4. gr. 1. 9/1882 (í hreppssjóð), 54.
gr. skattal. (í ríkissjóð), 58. gr. hlutafélagal. (í ríkissjóð)
og 2. mgr. 4. gr. 1. 39/1943 um húsaleigu, sem nú eru raun-
ar fallin úr gildi, (í ríkissjóð). Oftast nær er þess þó ekki
getið í þeim lögum, sem fjalla um févíti ákveðið af yfir-
valdi, hvert févítið skuli renna.2) I flestum tilfellum er
þó ljóst, að févítið skal renna í ríkissjóð, vegna þess að
ríkið er beinn aðili þeirra hagsmuna, sem í húfi eru, ef
kvöð er ekki fullnægt, þ. e. kvöð hvílir á manni gagnvart
sjálfu ríkinu. I fáeinum tilvikum getur hins vegar verið
spurning um það, hvert févíti skuli renna. Á slíkt sér stað,
þegar sú skylda, sem þvinga á fram, hvílir á aðila gagn-
vart óæðri greinum ríkisvalds, svo sem sýslu- og sveitar-
félögum eða einstökum ríkisstofnunum, sem hafa alger-
lega sérskilinn fjárhag. Hvert á t. d. févíti samkvæmt
sveitarstjórnarlögunum að renna? Sú skylda, sem á
að þvinga hreppsnefnd til að gegna, getur að vísu
verið gagnvart landssjóði, en hún getur einnig verið
gagnvart sveitar- eða sýslusjóði. I slíkum tilvikum
getur leikið vafi á því, hvort févíti á að renna til
landssjóðs eða í sveitar- eða sýslusjóð. Spurningin er,
hvort hér eigi fremur að beita löfcjfcfnun frá '49. gr. alm.
hegnl. eða frá 2. mgr. 193. gr. eml. og öðrum þeim ákvæð-
um eml., sem fjalla um févíti, sbr. 2. mgr. 131., 2. mgr.
141. gr. og 148. gr. I 49. gr. alm. hegnl. segir, að sektir
renni í ríkissjóð, nema annað sé ákveðið í lögum. I 2. mgr.
193. gr. eml. segir hins vegar, að dæma megi menn að
viðlögðum dag- eða vikusektum til aðila til að vinna verk
o. s. frv. Hliðstæð ákvæði eru í öðrum tilvitnuðum grein-
um eml.
Um úrlausn þessa atriðis er hvorki leiðbeiningu að fá
í greinargerð frumvarpsins að sveitarstjórnarl., né í um-
ræðum um það, og urðu þó einmitt nokkrar umræður um
1) Sbr. hins vegar 2. mgr. 193. gr. eml.
87