Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 39
staklinga samkvæmt útsvarsstiga, nýjar útreikningsvélar, sem ýmsar stofnanir hafa haft samtök um að afla. Til- teknir hópar einstaklinga, svo sem gjaldendur eldri en 67 ára, voru þó teknir til sérstakrar meðferðar svo og allir, sem falla undir 13. gr. laga nr. 41/1954 auk allra, sem hafa með höndum sjálfstæða starfsemi. Af því hve tími var naumur til álagningar vegna þess dráttar, sem varð á afgreiðslu Alþingis á breytingum á lögum um útsvör og um tekju- og eignaskatt, voru vélarnar notaðar meira, en ella hefði verið, enda urðu meiri breytingar gerðar við kærur og fleiri leiðréttingar en áður hafði tíðkazt. Má bú- ast við, að vélar þessar verði ekki notaðar á jafnvíðtækan hátt framvegis, að óbreyttri löggjöf um útsvör. Það, sem hér hefur verið tekið fram um mat á efnum og ástæðum, á við það, sem tíðkazt hefur í Reykjavík. Vera má, að ekki gildi öldungis það sama um öll bæjarfélög í þessu efni. Mat á efnum og ástæðum í merkingu útsvars- laganna hefur á löngum tíma þróazt á sjálfstæðan hátt í hinum einstöku bæjarfélögum, og má vera, að ýmsar sér- reglur eða sérvenjur hafi myndazt eftir aðstæðum á hverj- um stað. Sem dæmi má nefna, að vel má vera, að ekki hafi verið tekið tillit til reglnanna í lögum nr. 41/1954 utan Reykjavíkur á sama hátt og þar var gert. III. I 2. gr. laga nr. 48, 20. apríl 1954 er svolátandi ákvæði: „Skylt er niðurjöfnunarnefnd að leggja fram með út- svarsskrá skýrslur um þær reglur, sem hún hefur farið eftir við álagningu útsvaranna, svo sundurliðaða og skil- merkilega, að hver gjaldandi eigi að geta reiknað út útsvar sitt. Einnig er niðurjöfnunarnefnd skylt að gefa sérstak- lega hverjum gjaldanda, sem þess krefst, nákvæmar, sund- urliðaðar upplýsingar um það, hvernig útsvar hans er á lagt“. Þegar þetta ákvæði er athugað með hliðsjón af 4. gr. útsvarslaganna gæti svo virzt sem það útilokaði, að niður- jöfnun fari fram eftir efnum og ástæðum. Það er Ijóst, 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.