Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Síða 41
Athugasemd.
1 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1954 ritar dr. jur. Einar
Arnórsson „nokkrar athugasemdir við grein“ mína um
aðstöðu dómara til andsvara við gagnrýni, sem birtist í
4. hefti tímaritsins 1953. Meginefni athugasemdanna er á
því byggt, að ég hafi haldið því fram í nefndri grein minni,
„að gagnrýnandi dómsúrlausna þurfi og eigi ekki einungis
að athuga dómsorð og forsendur dómsúrlausna, heldur
einnig málsskjölin“ (bls. 52). Síðan segir dr. Einar m. a.:
„Þessi krafa mun þó vera of almenn. Til fullkomlega rök-
studdrar gagnrýni um sum atriði dómsúrlausna sýnist at-
hugun málsskjala vera óþörf“.
Dr. Einari hefur greinilega orðið hér á mislestur. Um-
mæli þau í grein minni, sem að þessu lúta, eru þessi: „I
þessu sambandi tel ég til dæmis, að stundum') sé ekki
nægilegt, . . . að fræðimaðurinn athugi aðeins dóminn, for-
sendur og dómsorð, heldur beri honum og að athuga máls-
skjöl öll . . .“ (bls. 199).
Allar hinar löngu hugleiðingar dr. Einars því til
rökstuðnings, að fræðimanni sé ekki alltaf nauðsyn að
athuga öll málsgögn, geta því ekki talizt athugasemdir
við grein mína, þar sem ég hefi aldrei haldið fram þeirri
skoðun í þessum efnum, sem dr. Einar eignar mér.
Árni Tryggvason.
*) Leturbreyting hér.
103