Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Side 43
Sem reist er á, er hin nánu sogu-, þjóðernis. og réttartengsl, er verið hafa með Norðurlöndum frá öndverðu og til þessa dags. 1 fumræðu sinni á þinginu 1872 komst formaður dönsku deildarinnar, J. Nellemann prófessor, m. a. að orði á þessa leið: „Vér lítum á þetta þing sem byrjun og væntum þess, að framhald verði, þannig að þetta þing verði ekki hið eina. Annars staðar hafa reglubundnar samkomur til þess að ræða vel undirbúin mál átt ríkan þátt í því, að hugmyndir kæmust á framfæri og til þess að skýra fyrir mönnum mikilsvarðandi efni á sviði laga og réttar. Vér vonum því að sami ái’angur náist á hinum norrænu þingum. Vér vonum, að þinghöldin, sem vér nú byrjum, verði hin- um þrönga hring lögfræðinganna bæði til vakningar og fræðslu. En vér vonum einnig, og ekki síður, að þingin megi vei-ða hinum norrænu þjóðum til heilla.“ Hér er ekki rúm til þess að rekja árangur þann, sem náðst hefir, en fullyrða má, að allur þorri hinna norrænu laga, sem sett hafa verið, eigi rætur sínar að rekja til um- ræðna á lagamannaþingunum, eða hafi þokað áleiðis fyrir afskipti þeirra. Sem dæmi má nefna víxillögin eldri (1882), tékkalögin, siglingalögin, finnalögin, vörumerkjalögin, sifjaréttarlögin, samningalögin o. fl. Fræðilegur árangur mótanna er þó e. t. v. ekki minni. Frummælendur semja að jafnaði ritgerð um þau efni, sem tekin eru til meðferðar. Ritgerðunum er síðan dreift meðal þátttakenda nokkru fyrir þing. Þær eru margar hverjar mjög ítarlegar, oft samdar af kunnum fæðimönnum um efni, sem á hverjum tíma eru á oddinum. Að jafnaði er rakið, hvernig háttar um það efni í hverju Norðurlandanna og oft gerð grein fyrir ástandinu í öðrum löndum, getið dómvenju og kenninga vísindamanna. Loks ber frummæl- andi fram sjónarmið sín og bendir á leiðir de lege ferenda. Ekki verður þó hjá því komizt að ræðutíminn sé nokkuð takmarkaður, enda vill hér sem endranær brenna við, að rseðumenn séu margir og vilji sumir gerast langorðir. 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.