Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 48
„Nú um nokkurt skeið hefur verið tilfinnanleg vöntun á handhægri kennslubók fyrir laganema í íslenzkum skipta- rétti, því að upplag af fjölritaðri bók dr. Einars Arnórs- sonar um skiptarétt er þrotið fyrir alllöngu. Ég hef því ráðizt í að taka saman bók þessa, og er henni fyrst og fremst ætlað að vera kennslubók fyrir stúdenta í lögfræði. Jafnframt ætti þó bókin að geta komið að nokkru gagni fyrir lögfræðinga og aðra þá, er þurfa að kynna sér það efni, sem þar er fjallað um“. Fljótt á litið virðist mér höfundi hafa tekizt vel með bókina sem kennslubók. Hún er skýr og hæfilega löng, 145 bls. að meginmáli. Sem handbók býst ég við, að hún komi einnig að liði eins og höfundur vonar. En þessu tvíþætta hlutverki er alltaf erfitt að fullnægja. Kennslubókin verð- ur alltaf að vera ágripskenndari en handbókin og hand- bókin of viðamikil til kennslu. Hér er vandratað meðal- hóf og reyndar óratandi. Ég tel höfund hafa farið rétt að er hann gerði bókina fyrst og fremst kennslubók. Þar var þörfin mest. En ég efa það ekki heldur, að hún komi starfandi lögfræðingum einnig að góðu gagni, ekki sízt þar sem í henni eru tekin til athugunar ýmis sérstæð ákvæði íslenzkra laga, sem ekkert prentað hefir verið til um. Þá er og góður fengur að: „Skrá yfir lög, sem vitnað er til“. Hún léttir mjög starfandi lögfræðingum not bók- arinnar. 1 bókinni er talsvert vitnað til dóma hæstaréttar eins og sjálfsagt er. En ég tel það nokkurn galla að engin skrá er um dómana eins og er um tilvitnuð lög. Slík skrá hefði komið að miklu gagni, þeim sem bókina nota. Það er ekki á mínu sviði, né heldur hefi ég tök á, að ræða einstök efni bókarinnar, enda má oft deila um slíkt án þess þó að mikið gagn verði af. En ég tel að bókin bæti úr mikilli þörf. Hún ætti að vera í eigu hvers manns, sem lögfræði stundar til náms eða starfa. Th. B. L. 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.