Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 53
samning um sameign sína. Skiptu þeir með sér húsinu þannig, að þeir H. og Á. voru taldir eiga neðri hæð þess og kjallara, og voru það taldir % hlutar alls hússins. S. var talinn eiga efri hæð og ris, og voru það taldir % hlutar hússins. Þvottahús og miðstöðvarherbergi skyldu vera í óskiptri sameign, og viðhaldskostnaður á þeirri sameign skyldi skiptast milli eigenda hússins í hlutfalli við eign þeirra í húsinu. Ekki var getið um miðstöðvarkerfi hússins í samningi þessum, en eitt kerfi var fyrir allt húsið. Nokkru síðar seldu þeir H. og Á. manni einum kjallar- ann, sem þá var talinn Vs hluti alls hússins. Maður þessi kvartaði brátt yfir því, að ofnar í kjallaranum hitnuðu illa, og settu þeir Á. og H. þá vatnsdælu í samband við mið- stöðvarkerfið og virðast einir hafa greitt fyrir dælu þessa. Skömmu síðar seldi kjallaraeigandinn manni að nafni G. kjallaraíbúðina. Er G. hafði búið þar nokkra stund, bil- aði dælan, og lét hann þá gera við hana og greiddi kostnað af. Síðar bilaði dælan aftur, og var þá sett ný dæla, er G. greiddi. G. krafði nú S. um þátttöku í þessum kostnaði í hlutfalli við eign hans í húsinu. Talið, að miðstöðvarkerfið og hitunartækin í miðstöðv- arherbergi væru í óskiptri sameign húseigenda, þótt ekki væri um þessi atriði getið í sameignarsamningnum. Dælan var í upphafi sett án athugasemda af S. hendi, og skiptir ekki máli, þótt hann hafi ekki verið krafinn um þátttöku í þeim kostnaði. Sannað var, að dælunnar var brýn þörf, og þar sem hér var um að ræða eðlilega ráðstöfun til þess, að sameign nýttist sameigendum, þá ber þeim, þar á meðal S., að taka þátt í viðhalds- og endurnýjunarkostnaði dæl- unnar í hlutfalli við eign þeirra í húsinu. Eins og á stóð var það ekki talið leysa S. undan greiðsluskyldu, þótt sam- þykki hans hefði ekki verið leitað til þessara aðgerða. (Dómur B.þ.R. 3/10 1950). 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.