Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 9
arvald. Slíkt vald fékk það fyrst með stjórnarskránni 1874. En þingræði fylgdi ekki löggjafarvaldinu. Um þessar mundir og allt fram yfir aldamótin 1900 stóð hörð barátta í Danmörku um viðurkenningu þingræðisins þar í landi. Var þess í sjálfu sér ekki að vænta, að Danir veittu Islendingum þingræði, meðan svo stóð. Sá munur var þó á, að konungurinn var danskur maður og konung- dæmið hafði sterkar rætur í dönsku þjóðlífi, og var stjórn- in þess vegna innlend, hvort sem konungur eða neðri deild þingsins réði henni. Hér var konungurinn og konungdæmið útlent og ráð- gjafinn, sem raunverúlega fór með hin æðstu völd, var einn meðlimanna í hinni dönsku ríkisstjórn. Ekki þótti heldur taka því að láta séi-stakan mann gegna eingöngu embætti „ráðgjafans fyrir lsland“, því að sú venja komst á, að dómsmálaráðherrann danski fór með það starf. Estrup-stjórnin sat löngum við völd í Danmörku á þessu tímabili og átti í hörðum útistöðum við neðri deild danska þingsins og hirti enn þá minna um óskir Alþingis íslend- inga. En í sjálfu sér hefði það litlu breytt, þótt þingræðis- stjórn hefði setið í Danmörku, því að allt var engu að sið- ur komið undir ákvörðun danskra stjórnvalda en ekki ís- lenzkra. Ekki var ætlazt til þess, að ráðgjafinn fyrir Island mætti á Alþingi, enda gerði hann það aldrei. Þar sat lands- höfðingi aftur á móti samkvæmt embættisstöðu sinni, enda var honum fengið hið æðsta vald á Islandi innanlands en á ábyrgð ráðgjafans. Landshöfðingi var aðeins embættis- maður, sem hlýða varð yfirboðara sínum, ráðgjafanum, og hafði ekki úrslitaráð, þótt hann gæti oft látið að sér kveða. Einn aðaltilgangur Islendinga í frelsisbaráttunni eftir 1874 fram yfir 1900 var sá, að fá þingræði komið á hér á landi með einum eða öðrum hætti. Þetta náðist með stjórn- skipunarlögunum frá 1903. Hvorki þá né í síðari stjórn- skipunarlögum eða stjórnarskrám er þó berum orðum tek-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.