Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 58
stjórnarinnar, en 20 voru á móti, því 5 þingmenn stjórnar- flokkanna snerust gegn stjórninni og greiddu atkvæði á móti henni. Tveir sjálfstæðismenn voru fjarverandi. IV. Opimber yfirlýéing danska utanríkisráðuneytisins, dags. 27. nóv. — Grænland tilheyrói íslenska þjóðfélaginu. Hin samúðarríka framkoma Chr. S. Oftedals í garð Dan- merkur kann að hafa átt einhvern þátt í því, að Jyllands- posten í Árósum birti þ. 23. nóv. 1954 harðorða árás á danska utanríkisráðuneytið og sendinefnd Danmerkur hjá Sþ. fyrir ósæmilega framkomu gagnvart Noregi og sögu- fölsun Noregi í óhag. Þessari árás svaraði danska utanríkisráðuneytið með yf- irlýsingu dags. 27. nóv. 1954. Vill það ekki kvika frá neinni þeirri upplýsingu, sem Danmörk hafði gefið Sþ. Sérstak- lega gerir það ræður Lannungs að sínum eigin orðum og bendir á það, að hann hafi sagt: ,,I þjóðfélagslegu tilliti tilheyrði Grænland Islandi (,,I politisk Henseende hörte Grönland sammen med Isíand"), sem hins vegar var tengt við Noreg á fyrstu öldum land- náms síns, og árið 1380 kom það undir hina dansk-norsku krónu. Þegar Danmörk og Noregur skildu 1814, hélt Grænland áfram að vera með Danmörku."1) Og síðar bætir danska utanríkisráðuneytið við: „Af framanskráðu ætti það að vera augljóst, að ásökunin um sögufölsun er ástæðulaus."1) D ,,I politisk Henseende hörte Grönland sammen med Island, som paa sin Side var forbundet med Norge i de förste Aarhundred- er af sin Kolonisation, og i 1380 kom det under den dansk-norske Krone. 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.