Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 59
Orðin: „I politisk Henseende" mætti einnig þýða: í iandsmálalegu eða þjóðmálalegu tilliti. En þar sem þjóð- málin þá voru nær einvörðungu: löggjöf, dómsmál, lög- reglumál, landvörn og utanlandsmál, mundi slík þýðing bera að alveg sama brunni og hin, því það, að hafa þessi mál varanlega sameiginleg fyri!r alna og óborna, var að vera í þjóðfélaginu. En þjóðfélagið var þá þjóðin sjálf. I þessari yfirlýsingu, fram lögðum textum, og í ræðum formanns séndinefndar Danmerkur hjá Sþ., Hermods Lannungs lögfræðings, í 4. nefnd Sþ., afneitar Danmörk al- gerlega sinni gömlu kenningu um, að Grænland hafi verið fullvalda lýðveldi í fornöld, er 1261 hafi gengið undir Nor- egskonung, en heldur fram þeirri skoðun á réttarstöðu Grænlands, sem ég varði í lagadeikl Óslóarháskóla 1928 og hef altaf síðan verið að halda fram. Danska ríkisstjórnin virðist einnig halda fram þeim skilningi á réttareðli vors forna þjóðfélags, sem ég varði einnig þá í Ósló, og hlaut óumdeilda viðurkenning. Danmörk hefir hvergi gert nokkra grein fyrir því, hvernig þessi íslenska nýlenda eða yfirráðasvæði (domin- ion) hefur orðið dönsk. Þótt Grænland stæði með móður- landi sínu, Islandi, kyrt undir veldissprota Friðriks VI., er Noregur skildist frá, gat það ekki gefið Danmörk yfirráða- rétt yfir Grænlandi. Trúboð og krambúðarstarfsemi Hans Egedes breytti í engu réttarstöðu Grænlands, og eru allir á einu máli um það. Eigi breytti það heldur réttarstöðu Grænlands, þótt einveldið væri afnumið í Danmörku 1848, en ekki í ísl. þjóðfélaginu. Allir vita, að Island hefur aldrei glatað yfirráðarétti sínum yfir Grænlandi með neinum þeim hætti, sem þjóðarétturinn viðui’kennir, að yfirráða- réttur geti glatast á. Fasti alþjóðadómstóllinn komst að Da Danmark og Norge i 1814 skiltes, forblev Grönland sammen med Danmark" ... „Det turde af íoranstaaende fremgaa, at Beskyldningen for Historieforfalskning savner Grundlag" (Jyllandsposten, 28. nóv. 1954, bls. 15). 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.